Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2012, Page 27

Ægir - 01.02.2012, Page 27
27 F I S K A V I N N S L A N „Reimarnar eru einn mikil- vægasti hlekkur færiband- anna og sá flötur sem varan kemst í beina snertingu við. Það skiptir því öllu máli að gæði þeirra séu mikil - alveg sér í lagi í matvælafram- leiðslu eins og sjávarútvegi þar sem er á ferðinni viðkvæm vara,“ segir Hermann Gunn- arsson, framkvæmdastjóri Reimaþjónustunnar. Fyrirtæk- ið var stofnað upp úr sjávarút- vegsdeild Sambandsins árið 1988 og síðan þá hefur það vaxið og dafnað á sínu sér- sviði sem snýr að reimaþjón- ustu. Færibönd koma mikið við sögu í fiskvinnslu og ann- arri matvælavinnslu, enda er þjónusta við fyrirtæki í sjávar- útvegi snar þáttur í starfsemi Reimaþjónustunnar. Koma við sögu í allri matvælavinnslu Rétt val á reimum í færibönd- in skiptir máli og þar er af nógu að taka hjá Reimaþjón- ustunni. Yfirborð reimanna er margs konar - allt eftir því hvað hentar starfsemi við- komandi notanda. Það getur verið sleipt, matt, munstrað eða gaddað og hægt er að velja úr margs konar efnum, t.d. polyester, polypropylene, polyethylene, polyacetal og termoplastisk polyester, svo aðeins séu tekin nokkur dæmi úr vöruúrvali Reima- þjónustunnar. Að sama skapi geta böndin verið margvísleg í lengdum og gerðum; t.d. sérhannaðar reimar fyrir mik- inn hita eða kulda, kubba- bönd, færibönd sem beygja, færibönd með ásoðnum spyrnum, færibönd með merkingum og þannig mætti áfram telja. Enda er það svo að reimarnar frá Reimaþjón- ustunni koma við sögu í öll- um matvælaiðnaði hér á landi, á flugvöllum, í flutn- ingafyrirtækjum, prentiðnaði, timburiðnaði og jafnvel á lík- amsræktarstöðvunum! Heilsteypt bönd það nýjasta „Í sjávarúvegi er mikil áhersla lögð á að hámarka líftíma vörunnar og þetta á til að mynda við um ferska fiskinn. Það er því lykilatriði að færi- bandareimarnar uppfylli gæðakröfur. Í gegnum tíðina hefur verið þekkt að böndin hafa verið lagskipt hvað upp- byggingu varðar en núna er einn af okkar birgjum kom- inn fram með bönd sem eru heilsteypt. Þetta gerir að verkum að örverur eiga erfið- ara með að hreiðra um sig í böndunum. Þrifin verða auð- veldari og allt skilar þetta sér í betri framleiðsluvöru,“ segir Hermann en umrædd bönd koma frá Volta Belting sem er einn þriggja stærstu birgja Reimaþjónustunnar. Volta Belting er leiðandi í heimin- um í framleiðslu færibanda- efnis úr Thermoplastic. Þessi bönd uppfylla allar ströng- ustu kröfur matvælaiðnaðar- ins en þessi nýjasta gerð gengur undir nafninu Positive drive belts - hönnun sem ætl- að er að leysa verkefnin við erfiðustu notkunarskilyrði. Aðrir stærstu birgjar Reimaþjónustunnar eru spænski reimaframleiðandinn Esbelt og Forbo-Siegling. „Auk þess að selja reimarnar önnumst við alla þjónustu í kringum þau, sníðum í réttar lengdir og sjóðum saman, hvort heldur er hér á verk- stæðinu hjá okkur, um borð í skipum eða inni á gólfi í fyr- irtækjum. Lykilatriði er að leysa þörf viðskiptavinarins fljótt og vel,“ segir Hermann. Færibandareimarnar mikil- vægar í fiskvinnslunni Guðmundur Ólafur Guðmundsson, framleiðslustjóri og Hermann Gunnarsson, aðaleigandi og framkvæmdastjóri Reimaþjón- ustunnar. Reimaþjónustan býður margar gerðir reima.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.