Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.02.2012, Qupperneq 32

Ægir - 01.02.2012, Qupperneq 32
32 Nýtt frumvarp um stjórn fiskveiða var lagt fram í síðustu viku og mælt fyrir því á Alþingi. Katrín Jakobsdóttur, mennta- málaráðherra, mælti fyrir frumvarpinu í fjarveru Steingríms J. Sigfússonar, sjáv- arútvegs- og landbúnaðaráðherra, og í kjölfarið fylgdi fyrsta umræða um málið sem fjölmargir þingmenn stjórnar og stjórnarandstöðu tóku þátt í. Hér er gripið niður í nokkrar af þeim ræðum sem þar voru fluttar. Hluti umframhagnaðarins skili sér til almennings „Tíu kílóum af fiski á hvern mann er landað hér á landi á hverjum degi allan ársins hring. Það eru gríðarlegar nátt- úruauðlindir sem einni þjóð eru þannig gefnar. Það er ástæðan fyrir því að hér er og verður margfalt meiri matvæla- framleiðsla en við þurfum til okkar framfæris. Og forsendur fyrir því að við getum notið gríðarlega mikilla útflutn- ingstekna. Um leið eru þetta forsendur fyrir því að hægt sé að stunda hér arð- saman sjávarútveg. Sem betur fer. Hann hefur raunar vegna stöðu gengis- ins allra síðustu ár verið að skila ótrú- lega miklum hagnaði. Og það er ekki nema eðlilegt á þeim erfiðu tímum sem Íslendingar nú lifa, þegar fólkið í land- inu og öll venjuleg fyrirtæki búa við býsna erfið rekstrarskilyrði og miklar álögur til að rétta af sameiginlegan sjóð landsmanna, þá er ekki nema eðlilegt að gert sé tilkall til þess að nokkur hluti þessa mikla umframhagnaðar skili sér til almennings,“ sagði Helgi Hjörv- ar, þingmaður Samfylkingarinnar. Fer verst með litlu fjölskyldufyrirtækin „Það er ekkert öðruvísi að fara í rekstur í sjávarútvegi en í öðrum atvinnugrein- um. Þú þarft traust, þú þarft að hafa vilja, áræði og dugnað til að fara af stað. Og það þarf aðgang að fjármagni. Um allt land eru lítil fjölskyldufyrirtæki að byggja sig upp í sjávarúvegi og það eru nýliðarnir í greininni. En það eru líka nýliðarnir sem munu fara verst út úr þessu frumvarpi,“ sagði Jón Gunn- arsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. Ekkert fjallað um makrílinn Jón Bjarnason, þingmaður VG og fyrr- verandi sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra, gagnrýndi að ekki sé í frum- varpinu fjallað um makrílveiðar. Þar sé um veiðar úr nýjum stofni á Íslands- miðum að ræða og nauðsynlegt sé að frumvarpið taki á þeim. „Það er ekki gert og er einn af stórum ágöllum þessa frumvarps,“ sagði Jón. Vonbrigði eina ferðina enn „Því miður urðum við fyrir vonbrigðum eina ferðina enn þegar kom í ljós að þetta mál hafði verið unnið algjörlega án þess að reikna áhrifin af frumvarp- inu áður en það var lagt fram. Maður hefði haldið, miðað við reynsluna af fyrri tilraunum til að kollvarpa sjávarút- vegskerfinu, að menn hefðu lært af reynslunni og myndu láta reikna út áhrifin af tillögunum en nei - sú var ekki raunin. Það er komið með enn eina tillöguna byggða á sandi og raun- ar verra en það því margt í þessu er ekki aðeins til þess fallið að renna út í sandinn heldur er beinlínis skaðlegt,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Litla sjávarútvegssátt að heyra í þingsal um tekjum nú og áætlaðri lækkun tekjuskatts verði tekjuaukinn 11 til 13 mia. kr. á ári. Gert er ráð fyrir að bátar upp að 30 tonn verði undanþegnir sérstöku veiði- gjaldi og bátar frá 30 – 100 tonn greiði helminginn af slíku gjaldi. Telja frumvörpin efnivið í sátt Tekjum af útleigu veiðiheim- ilda verður deilt með ríkis- sjóði, sveitarfélögum og markaðs- og þróunarsjóði fyr- ir sjávarútveginn (40%-40%- 20%). „Með stækkandi leigu- potti aukast þessar tekjur. Þó er um að ræða umtalsvert lægri tekjur en veiðigjöldin skila, en ætla má að þær geti numið 2½ - 3½ milljarði í byrjun. Lög um stjórn fiskveiða og veiðar utan landhelgi verða sameinuð í ný heildarlög og nokkrar breytingar gerðar á öðrum lögum (bandormur), svo sem lögum um umgengni við nytjastofna sjávar. Veiga- mesta breytingin felst í heim- ild Fiskistofu til að leggja á stjórnvaldssektir vegna brota sem varða nýtingu auðlindar- innar, en fyrir því eru skil- virknis- og varnaðarástæður,“ segir í greinargerðinni um frumvörpin og í lok hennar segir að stjórnarflokkarnir séu sannfærðir um að frumvörpin tvö séu efniviður í sáttargjörð um sjávarútvegsmál. „Með þeim er deilum um eignar- hald á auðlindinni lokið; um er að ræða ævarandi sameign þjóðarinnar sem greitt er gjald fyrir að nýta. Þjóðin nýt- ur sameiginlega góðs af auð- lindarentunni og sjávarútveg- inum er tryggður stöðugt rekstrarumhverfi til langs tíma.“ S T J Ó R N F I S K V E I Ð A

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.