Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2012, Síða 38

Ægir - 01.02.2012, Síða 38
38 Íslensku fyrirtækin Skaginn og Kælismiðjan Frost gerðu nýverið samning við færeyska fyrirtækið Varðin Pelagic um vinnslulínu og frystibúnað í eina fullkomnustu og af- kastamestu vinnslulínu heims fyrir uppsjávarfisk. Verksmiðj- an er nú í byggingu á Suðurey í Færeyjum og mun taka til starfa með 600 tonna af- kastagetu á sólarhring á markrílvertíðinni í júlí. Bæði Skaginn og Frost hafa verið ötul í þjónustu við íslensk sjávarútvegsfyrirtæki um margra ára skeið og komið að lausnum í stærstu og tæknivæddustu vinnslum landsins. Ekki hvað síst í uppsjávarvinnslunum þar sem mikil þróun hefur átt sér stað allra síðustu ár. Lausnin sem um ræðir í Færeyjum byggir í grunninn á 10 plötu- frystum sem Skaginn fram- leiðir en framleiðslu fryst- anna keypti fyrirtækið frá Ítalíu fyrir tveimur árum. Síð- an hafa plötufrystar Skagans verið þróaðir áfram með það að markmiði að þeir skili sömu gæðum og blásturs- frystar en meiri afköstum. Síldarvinnslan keypti fyrsta frystinn frá Skaganum og hefur síðan bætt öðrum við, auk þess sem Vinnslustöðin í Vestmannaeyjum er einnig komin með plötufrysti af þessari gerð. Frystarnir þóttu ekki hvað síst sanna getu sína á makrílvertíðinni síðasta sumar hjá Síldarvinnslunni en Skaginn hefur skráð einka- leyfi á ákveðnum hlutum vinnslurásarinnar. Uppfyllti allar kröfur Verksmiðjunni á Suðurey í Færeyjum er ætlað að afkasta 1000 tonnum á sólarhring þegar hún verður komin í full afköst. Auk hinnar miklu afkastagetu næst með línunni umtalsverður sparnaður í raf- magnsnotkun í frystingunni, minni umbúðakostnaður og minni rýrnun hráefnis við þíðingu. Bogi Jacobsen, framkvæmdastjóri Varðin Pelagic segir að íslensku verksmiðjuna uppfylla allar þær kröfur sem fyrirtækið hafi haft við undirbúning verkefnisins. „Þegar það lá fyrir voru aðrir kostir úr sög- unni frá okkar hendi,“ segir Bogi. Tæplega þriggja milljarða samningur Í heild hljóðar samningurinn upp á 2,8 milljarða íslenskra króna. Hlutur Skagans er þar af um 2,2 milljarðar en Frost annast þann hluta verkefnis- ins sem snýr að frystikerfinu sjálfu. Í stuttu máli er um að F I S K V I N N S L A N Færeyingar völdu íslenskar lausnir í eina fullkomnustu uppsjávarvinnslu heims Vinnslulínan sem Skaginn og Frost munu setja upp í Færeyjum verður einstök á heimsvísu. Gert er ráð fyrir hún verði komin í gagnið fyrir makrílvertíðina í sumar og af- kasti 1000 tonnum á sólarhring á fullum afköstum.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.