Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2011, Blaðsíða 4

Ægir - 01.08.2011, Blaðsíða 4
Íslenska sjávarútvegssýningin Ægir er að þessu sinni að stærstum hluta helgaður umfjöllun um þátttakendur á Ís- lensku sjávarútvegssýningunni sem hefst í Fífunni í Kópavogi þann 22 . september næstkomandi . Sýningin var haldin síðast árið 2008 og hefur verið reglulegur við- burður í sjávarútveginum um langan tíma . Til íslensks sjávarútvegs er horft víða erlendis . Við þykjum gera margt mjög vel í sjávarútvegi, skila góðri vöru á erlenda markaði, nýta okkur ýmsar tæknilausnir til að skapa okkur forskot . Sýna umhyggju fyrir fiskistofnunum – gæta þess að ganga vel um þá og hafsvæðin . Því staðreyndin er sú að á margan hátt höfum við forskot með okkar sjávarútveg og fiskafurðir . En það forskot er ekki sjálfgefið . Við skulum horfast í augu við okkur sjálf og viðurkenna að við getum glutrað því niður . Hvort það gerist ráðum við mestu um sjálf . Umgengi um auðlindina, hagkvæmni í greininni, um- hverfismál, gæði afurða . Allir þessir þættir og svo miklu fleiri eru ekki sjálfsagðir . En í flestum þeirra höfum við haldið ágætlega á málum – svo eftir er tekið . Þannig þarf þetta að vera áfram . Íslenska sjávarútvegssýningin er hátíð . Eins konar upp- skeruhátíð þar sem fólk í greininni hittist, þjónustuaðilar kynna nýjungar, verja góðri stund með viðskiptamönnum sínum . Og kynnast nýjum . Bæði erlendum og innlendum . Þátttaka erlendra fyrirtækja í Íslensku sjávarútvegssýningunni sýnir þau tengsl sem þau vilja hafa við íslenska heimamarkaðinn . Sama er að segja um fjöldamarga gesti sýningarinnar erlendis frá . Þeir eru hingað komnir til að sjá það nýjasta í framsæknum sjávarútvegi . Til þess fara þeir til Íslands . Því hér er heimavöllur nýjunga og framþróunar . Stundum er talað um Íslensku sjávarútvegssýninguna á þann máta að hún sé einn allsherjar tækni- og dótakassi! Því fer fjarri . Þessi sýning endurspeglar einmitt hversu gríðarlega víðfeðmur sjávarútvegur á Íslandi er, hversu margir koma við sögu í greininni dag frá degi . Útgerðir, fiskvinnslur, afurðasölu- fyrirtæki, þjónustuaðilar af öllum stærðum og gerðum, rann- sóknafyrirtæki, sveitarfélög og þannig má endalaust halda áfram . Og hér skal ekki látið hjá líða að nefna það blað sem þú, lesandi góður, heldur á . Tímaritið Ægi, sem fylgt hefur ís- lenskum sjávarútvegi lengur en margir aðrir eða í yfir 100 ár . Að sjálfsögðu erum við hluti af greininni og að sjálfsögðu verðum við líka á Íslensku sjávarútvegssýningunni . 2 Ísfell ehf • Óseyrarbraut 28 • 220 Hafnarfjörður • Sími 5200 500 • isfell@isfell.is www.isfell.is Hnífar og brýni í miklu úrvali Starfsstöðvar Ísfells og Ísnets: • Ísnet Akureyri - Fiskitangi • Ísfell / Ísnet Hafnarfjörður - Óseyrarbraut 28 • Ísnet Húsavík - Barðahúsi • Ísnet Sauðárkrókur - Háeyri 1 • Ísnet Vestmannaeyjar - Flötum 19 • Ísnet Þorlákshöfn - Óseyrarbraut 28 Út­gef­andi: Athygli ehf. ISSN 0001-9038 Rit­stjórn: Athygli ehf. Hafnarstræti 82, Ak ur eyri. Rit­stjór­i: Jóhann Ólafur Hall dórs son (ábm.) Sími 515-5220. GSM 899-9865. Net fang: johann@athygli.is Textagerð:­ Atli Rúnar Halldórsson, Árni Þórður Jónsson, Bryndís Nielsen, Geir Guðsteinsson, Gunnar E. Kvaran, Jóhann Ólafur Halldórsson, Svava Jónsdóttir, Valþór Hlöðversson. Aug­l‡s­ing­ar: Augljós miðlun ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Inga Ágústsdóttir. Sími 515-5206. GSM 898-8022. Net fang: inga@athygli.is Hönnun­&­umbrot: Athygli ehf. Suðurlandsbraut 30. Reykjavík. Sími 515-5200. Á­skrift: Hálfsársáskrift a› Ægi kostar 4360 kr. Áskriftar símar 515-5200 & 515-5205 ÆG IR kem ur út 11 sinn um á ári. Eft ir prent un og ívitn un er heim il, sé heim ild ar get i›. Jóhann Ólafur Halldórsson ritstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.