Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2011, Blaðsíða 48

Ægir - 01.08.2011, Blaðsíða 48
46 „Staðreyndin er sú að við höfum þróað hér á landi starfsemi fiskmarkaða sem er hugmyndafræðilega og tæknilega svo vel þróuð að eftir er tekið víða erlendis . Fiskmarkaðirnir hafa stuðlað að því að mörg ný fyrirtæki hafa orðið til í kringum vinnslu á fiski, fyrirtæki sem hafa jafnvel rutt braut með nýjar vörur inn á markaði erlendis og allt þetta hefur skapað mörg störf . Fisk- markaðirnir hafa líka verið dýrmætir mörgum útgerðum, stórum sem smáum og aukið hagkvæmni og stuðlað að betri nýtingu afla og þar með betri umgengni um auðlindina . Það er þess vegna afleitt að standa á þessum tímapunkti og segja að við horfum fram á hnignun og kólgubakka framundan . En sú er engu að síður staðreyndin,“ segir Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands hf . Gæðafiskur á mörkuðunum Fiskmarkaður Íslands hf . er stærsti fisk- markaðurinn á Íslandi og fara um 50% af seldum fiski á íslenskum fiskmörkuðum gegnum hann . Afgreiðslustaðir eru alls 9 talsins; í Þorlákshöfn, Reykjavík, Akranesi, Arnarstapa, Rifi, Ólafsvík, Grundarfirði, Stykkishólmi og á Skagaströnd . Einnig rekur fyrirtækið fulkomna flokkunar- og slægingar- þjónustu á Rifi . Skrifstofa félagsins er í Ólafsvík, sem jafnframt er stærsti ein- staki móttökustaðurinn . Meirihluti þess afla, sem seldur er hjá Fiskmarkaði Íslands hf ., er af dagróðra- bátum og er fiskurinn seldur áður en að honum er landað . Því er ferskleiki fisksins og gæði mikil . Við löndun er þess gætt að fiskurinn sé vel ísaður og að honum sé raðað í einangruð fiskker . Jafnframt er hitastig fisksins mælt og það skráð . Eftir að fiskinum hefur verið landað er hann flokkaður og veginn, ís- aður að nýju og síðan afgreiddur til kaupenda, yfirleitt að kveldi veiðidags . Uppboð fara fram á hádegi alla daga og geta kaupendur tengst uppboðskerfinu frá tölvum sínum hvar sem er í heim- inum . Getum snúið þróuninni við Páll segir að umsvif á fiskmarkaði hafi dregist saman samfellt síðustu þrjú árin . Það verði ekki skýrt með samdrætti í veiðum heldur sé um að kenna færslu stjórnvalda á aflaheimildum inn í alls kyns úthlutunarpotta; strandveiði, byggðakvóta og þannig megi telja . Óvissa um framtíðarfyrirkomulag fisk- veiða stuðli að afturför í greininni . „Sömu stjórnmálamenn og þetta gera tala svo manna hæst um að helst allur fiskur fari á fiskmarkaði en stuðla svo að hinu þveröfuga . Afleiðingin er sú að minni útgerðunum, sem eru okkar helstu viðskiptamenn, blæðir,“ segir Páll og bætir við að myndin sé ekki bjartari fyrir vinnslurnar; kaupendur á mörkuð- unum . „Þær eiga enga möguleika til að mæta samdrætti í framboði á mörkuð- unum . Þessi þróun ógnar þeim og ógnar kaupendum afurða þessara fyrir- tækja . Samdráttur hjá fiskmörkuðunum kemur mjög hart við minnstu markaðina og ég hef því áhyggjur af því að net okkar veikist . Skilaboð mín og okkar fiskmarkaðsmanna til stjórnvalda eru því alveg skýr: látið af óskynsamlegum breytingum í sjávarútvegi og grípið þvert á móti tækifærin sem blasa við í þessari grein til að framkalla verulega innspýtingu í hagkerfið . Að því getum við unnið í sameiningu,“ segir Páll . Fiskmarkaður Íslands hf. Norðurtanga 355 Ólafsvík Sími 430 3700 www.fmis.is Góðu fiskmarkaðs- kerfi ógnað Páll Ingólfsson, framkvæmdastjóri Fiskmarkaðs Íslands . Nýtt lógó Fiskmarkaðs Íslands er þessa dagana tekið í notkun .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.