Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2011, Blaðsíða 10

Ægir - 01.08.2011, Blaðsíða 10
8 Hjá Tryggingamiðstöðinni er m .a . lögð áhersla á heilsu sjómanna, öryggi í starfi og fyrirbyggjandi aðgerðir hvað slys varðar . Þá gefur Tryggingamiðstöðin út matreiðslubókina Hollusta á hafi þar sem finna má uppskriftir að góðum og hollum réttum . „Ef starfsmenn hreyfa sig reglulega, borða hollan mat og eru í góðu formi þá eru þeir betur í stakk búnir til að takast á við starf sitt,“ segir Methúsalem Hilmars- son, forstöðumaður forvarna hjá Trygg- ingamiðstöðinni . „Þeir eru jafnframt betur í stakk búnir til að forða sér úr hættulegum aðstæðum sem og að jafna sig á skemmri tíma ef þeir lenda í slysi .“ Starfsemi forvarnadeildarinnar hjá Tryggingamiðstöðinni felst m .a . í að farið er endurgjaldslaust í fyrirtæki, sem eru í viðskiptum hjá Tryggingamiðstöðinni, sem ráðgefandi aðili og þessi mál rædd . „Við viljum ná upp menningu og anda í fyrirtækjunum þannig að öryggismálin séu til umræðu og æskilegur þáttur af daglegri vinnu . Ég segi að menning og andi séu þéttiefni fyrirtækisins og þá er ég að skírskota til þess að allir stefni í sömu átt; að menn sjái að þeir geti leyst vinnuna á öruggan hátt en setji sig ekki í óþarfa hættu . Við köllum það „öryggis- hegðun“ og „öryggismenningu“ . Viðhorf starfsmanna til að hægt sé að hafa áhrif á aðstæður skipta miklu máli og til þess þurfa einstaklingar að vera sannfærðir um eigin getu til að hafa áhrif á að- stæður með breyttri hegðun . Það smitast allir þegar fyrirtæki fara af stað í verkefni eins og að efla forvarnir og huga að öryggisþáttum eins og áhættumati og slysaskráningu . Þetta verður hluti af menningu fyrirtækisins . Markmið okkar er að öryggishegðun og öryggismenning verði hluti af daglegri vinnumenningu .“ Skrá „næstum því slys“ Methúsalem segir að Tryggingamið- stöðin leggi áherslu á að í þeim fiskiskipum sem eru tryggð hjá fyrir- tækinu séu skráð „næstum því slys“ . „Það er ekki spurning um hvort það verði slys heldur hvenær það verði því oft og tíðum við ákveðna vinnu hefur það gerst að það hafa orðið „næstum því slys“ við vinnu en svo er ekkert gert í því . Í þeim tilfellum þarf kannski að breyta aðeins verklagi eða t .d . efnisvali við þá vinnu þannig að sú hætta verði ekki til staðar . Við teljum að með því að skrá „næstum því slys“ verði farið að skoða hvað gerðist og hverju sé hægt að breyta . Eins er mikilvægt að skrá slys vel og nákvæmlega .“ Á sjávarútvegssýningunni mun fyrir- tækið MultiTask í samstarfi við Trygg- ingamiðstöðina kynna í bási TM tæki sem kallast Sjókall sem eykur öryggi sjómanna og flýtir fyrir björgun ef maður fellur fyrir borð . Tækið er sett í björgun- arvesti skipverja og það springur út þegar vatnsnemi tækisins nemur vatn/ sjó þegar maður fellur fyrir borð og byrjar þegar í stað að senda út neyðarkall með GPS hniti . Matreiðslubók Tryggingamiðstöðin er að gefa út mat- reiðslubókina Hollusta á hafi . TM fékk Sæmund Kristjánsson og Dóru Svavars- dóttir á veitingastaðnum Á næstu grösum til liðs við sig til að útfæra bókina . „Í bókinni eru uppskriftir að einföldum og hollum réttum . Þarna er að finna marga flokka svo sem súpur, kjötrétti, fiskrétti, pastarétti, baunarétti, brauðuppskriftir og kökuuppskriftir . Til- gangur bókarinnar er að fylgja því eftir sem við leggjum áherslu á varðandi hollan mat og að hjálpa útgerðum og matreiðslumönnum til sjós að auka á fjölbreytni í mataræði . Það er ósk og von okkar hjá Tryggingamiðstöðinni að svo muni verða og bókin muni eiga þátt í að bæta matarvenjur .“ Tryggingamiðstöðin Síðumúla 24 108 Reykjavík Sími 515 2000 www.tm.is Methúsalem Hilmarsson . „Við viljum ná upp menningu og anda í fyrirtækjunum þannig að öryggismálin séu til umræðu og æskilegur þáttur af daglegri vinnu .“ Vellíðan og öryggi um borð
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.