Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2011, Blaðsíða 36

Ægir - 01.08.2011, Blaðsíða 36
34 Góður svefn er grunnur að góðum degi og því er sjálfsagt að kojur á skipum og bátum séu búnar þægilegum gæðadýnum . RB rúm hafa þjónað Ís- lendingum í sjö áratugi en fyrirtækið framleiðir og selur dýnur og rúm sem sniðin eru að þörfum hvers og eins . „Góð hvíld skiptir gríðarlega miklu máli og á það jafnt við sjómenn sem og aðra . Góð dýna styður vel við bakið og skilar fólki fersku og tilbúnu að takast á við krefjandi störf . Það er margsannað að vel hvíldur einstaklingur er árvökull og minna stressaður og því augljóslega betri starfskraftur auk þess sem að góð hvíld dregur úr líkum á slysum,“ segir Birna Ragnarsdóttir, framkvæmdastjóri RB rúma . Sérsmíði fyrir skip og báta Þrátt fyrir að flestir þekki til RB rúma vita ef til vill færri af þeirri þjónustu sem fyrir- tækið býður upp á þegar kemur að því að sníða og framleiða dýnur fyrir sjávarútveginn . „Við sérsníðum dýnur fyrir hvaða stærð af kojum eða rúmum sem er, bæði svamp- og springdýnur . Þá höfum við einnig sinnt viðhaldi í skipum og tekið að okkur að bólstra bekki og sófa í setustofum og eldhúsum, svo fátt eitt sé nefnt .“ „Við seljum gjarnan springdýnur í stærri skip, en þær geta hentað illa í smærri báta vegna lagsins á bátunum . Við höfum ekki þann möguleika að sníða ávalar springdýnur, til að mynda, en slíkar hömlur aftra ekki svampinum,“ segir Birna . „Að öðru leyti getum við búið til dýnur eftir hvaða máli sem er . Við fáum gjarnan skapalón send til okkar eða þá að við mætum sjálf í skipin og mælum það sem til þarf, en af landfræðilegum ástæðum gerum við það þó bara á höfuðborgarsvæðinu .“ Íslenskt og gott! Birna bendir á auðvelt sé að breyta dýn- unum ef menn eru ósáttir . „Ef þér finnst dýnan vera of mjúk eða of hörð þá breytum við henni þér að kostn- aðarlausu innan hálfs árs frá kaupum . Góð þjónusta er lykilatriði í viðskiptum enda er ánægður viðskiptavinur og góð meðmæli ein besta „auglýsing“ sem til er . Við viljum að fólk fari héðan með sterkari og endingarbetri vöru en það fær annars staðar,“ segir Birna en RB rúm unnu á dögunum til alþjóðlegra verðlauna fyrir vandaða framleiðslu og markaðssetningu á International Quality Crown Awards í London . Þetta eru stór verðlaun en það er bara eitt fyrirtæki í hverri grein sem fær þessi verðlaun ár hvert . Dýnurnar eru framleiddar í húsnæði RB rúma í Hafnarfirði og er því um ís- lenska vöru að ræða . Birna segir ýmsa kosti fylgja því að framleiða dýnurnar sjálf, til að mynda sé hægt að breyta dýnunum ef fólk er ósátt við stífleika þeirra . Þá bjóði fyrirtækið upp á endur- nýjun gamalla springdýna: „Ef þú átt dýnu frá okkur og hún er farin að bælast eftir margra ára notkun, þá getur þú komið með hana hingað og við yfir- færum . Sé áklæðið heillegt getum við uppfært „innihaldið“ fyrir lítinn pening . Þannig færðu í raun nýja dýnu, en fyrir mun lægra verð en að fjárfesta í nýrri dýnu fyrir tugi þúsunda .“ RB rúm Dalshrauni 8 Hafnarfirði Sími 555 0397 www.rbrum.is Góð dýna styður vel við bakið og skilar fólki fersku og tilbúnu til að takast á við krefjandi störf, segir Birna Ragnarsdóttir í RB rúmum . Góð hvíld er nauðsynleg á sjó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.