Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2011, Blaðsíða 12

Ægir - 01.08.2011, Blaðsíða 12
10 Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík var stofnað fyrir sjö árum í gömlu vinnslu- húsi Bæjarútgerðar Reykjavíkur við gömlu höfnina, en síðan þá hefur það bæði vaxið og dafnað . „Í raun er það merkilegt að sjóminjasafn hafi ekki verið sett fyrr á laggirnar hér í Reykjavík . Reykjavík byggist fyrst og fremst upp sem hafnarborg og fiskibær . Hér er auð- vitað langstærsta höfnin og mest landað af afla . Íslendingum hættir almennt til að gleyma mikilvægi sjávarútvegs og hvað menning okkar sækir mikið til fiskeiða fyrri tíma,“ segir Eiríkur P . Jörundsson, forstöðumaður safnsins . „Hér í safninu gerum við þessari sögu skil . Fastasýningarnar tvær, sem við erum að þróa, rekja sögu fiskveiða frá árabátum til fjölveiðiskipa og draga fram sögu hafnargerðar, kaupsiglinga og fleira . Þá eru salir hér vinsælir fyrir fundahöld, fyrirlestra, móttökur og hvers kyns viðburði . Ekki má síðan gleyma einstöku útisvæði safnsins hér í gömlu höfninni, sem hefur verið að taka á sig frábæra mynd . Í safninu er líka rekið kaffihúsið Bryggjan og gestir þess geta sest út á bryggjuna og notið einstaks útsýnis yfir höfnina í góðu skjóli yfir kaffibollanum .“ Eiríkur segir gesti safnsins jafnan mjög ánægða með heimsókn í safnið . Augljóslega sé eftirspurn eftir sjóminjasöfnum í höfuðborginni, enda landsmenn sjálfir og erlendir ferðamenn meðvitaðir um að þessi eyþjóð hefur alltaf byggt afkomu sína á siglingum og fiskveiðum . Þá vekur varðskipið Óðinn, sem liggur við bryggju safnsins, ávallt mikla lukku . „Honum er haldið í því ástandi sem hann var síðast í vörslu gæslunnar og er í raun stórt skref í varð- veislu sögulegra skipa hér á landi .“ Skipið gengdi mun stærra hlutverki en fólk gerir sér grein fyrir í dag: „Óðinn kemur hingað til lands árið 1960 þegar vegasamgöngur voru víðast hvar mjög slæmar . Þá fór t .d . forsetinn um landið með skipinu, en auk þess var það notað til að ferja þingmenn, bjarga fólki milli fjarða og sækja og flytja slasað og veikt fólk,“ segir Eiríkur og bætir við að Óðinn sé eina varðskipið sem hafi tekið þátt í öllum þorskastríðunum . „Við höldum einnig utan um þá sögu og höfum klipp- urnar til sýnis . Ferðamenn verða mjög hissa á að við höfum í fyrsta lagi farið í návígi við bresk herskip og í öðru lagi að þetta hafi verið aðalvopnið!“ Víkin – Sjóminjasafnið í Reykjavík Grandagarði 8 101 Reykjavík Sími 517 9400 www.sjominjasafn.is English summary “The role of Vikin-Maritime Museum in Reykjavik is to present a living record of Iceland’s intrinsic relationship with fisheries,“ says museum manager Eiríkur P . Jörundsson . The museum consists of various exhibition halls as well as the Coast Guard vessel Óðinn – docked right outside the museum’s back door . “Vikin has three permanent exhibitions, all are educational and intriguring: Ódinn and its mysterious world, the Reykjavik harbour and the development from row boats to trawlers . We also host a number of temporary exhibitions, events and meetings .“ Ódinn is kept in its original condition, as if the Coast Guard officers had just left for the day . “Ódinn’s presence here is a huge step in ship preservation in Iceland . When the ship was first brought to Iceland in 1960 the harsh winters and road conditions often made transportation only possible by sea . The president travelled by Ódinn as did members of parliament, and it was also used to transport sick or injured people from isolated fjords towards medical assistance .“ Another of Ódinn’s many roles was to protect the fishing grounds . “The cod-wars are also featured in our exhibition, as is the main “weapon“ the Icelandic Coast Guard used to defend their fishing grounds: The clips used to severe the fish nets from the British trawlers!“ Eiríkur P . Jörundsson, forstöðumaður Sjóminjasafnsins í Reykjavík . Ótal hlutverk Óðins Persónuleg og traust þjónusta um allan heim. Við hlökkum til að sjá þig á sýningarbásnum okkar, E31, á Sjávarútvegssýningunni í Kópavogi, 22.-24. september. www.samskip.is Saman náum við árangri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.