Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2011, Blaðsíða 68

Ægir - 01.08.2011, Blaðsíða 68
66 Veiðarfæraþjónustan var stofnuð 1 . janúar 2002, við sameiningu Neta- gerðar Þorbjarnar-Fiskaness hf . og SH- Veiðarfæra í Grindavík . Þorbjörn hf . og Fiskanes hf . höfðu rekið netagerð um áratuga skeið samhliða útgerðinni, en SH Veiðarfæri var stofnað 1997 . Netagerð Þorbjarnar Fiskanes hf . hefur séð um viðhald og uppsetningar á veiðarfærum fyrirtækisins, sem gerir meðal annars út 3 frystitogara og 4 línuskip . SH-Veiðarfæri sérhæfðu sig í uppsetningum og viðhaldi dragnóta og ýmsum öðrum veiðarfærum . Uppgangur hefur verið hjá Veiðafæraþjónustunni hf . í Grindavík enda hefur fyrirtækið þróað og framleitt veiðarfæri sem eru orðin eftirsótt . Það hefur leitt til þess að fyrir- tækið hefur fært út kvíarnar og er um helmingur af viðskiptavinum þess utan Grindavíkur . Fyrr á árinu var m .a . gerður stór samningur við Brim hf . um að framleiða troll fyrir Brimnes RE-27 og einnig hefur fyrirtækið þjónustað Guðmund í Nesi RE-13 frá upphafi og afhenti m .a . troll sem var sérstaklega hannað til þess að losna við ánetjun á grálúðuveiðum . Trollin hafa reynst mjög vel og að sögn skipstjórnarmanna er ánetjun nánast úr sögunni . Þá hefur Veiðarfæraþjónustan hannað og framleitt humartroll sem einnig hafa vakið athygli . Meðal annars fóru tveggja belgja humartroll í Reginn HF-228 og tvö troll í Þóri SF-77 og Skinney SF frá Hornafirði og reyndust þau það vel að bátarnir voru með þeim aflahæstu . Þá hefur fyrirtækið verið leiðandi í hönnun og framleiðslu á dragnótum . Hörður Jónsson, framkvæmdastjóri Veiðarfæraþjónustunnar, segir að fyrir- tækið sé að þjóna útgerðum í alls konar veiðum, m .a . hafi dragnótaveiðar verið nokkuð stór hluti þeirra en þar hafi orðið nokkur samdráttur vegna banns sjávarútvegsráðherra á þeim veiðum víða við landið . Hann segir að hingað hafi komið fulltrúar útgerða frá Evrópu til að skoða slíkar veiðar, sem þeir telji mjög umhverfisvænar, sem og snur- voða veiðar sem eru léttari veiðarfæri . ,,Þessir bátar eru kannski með 60 til 70 metra langt fótreipi með gúmmíi sem er ekkert að grafa sig niður í botninn og auk þess eru þessi veiðarfæri notuð mest á sléttum botni . Rannsóknir Hafrannsóknastofnunarinnar í Skagafirði mæltu alls ekki á móti dragnótaveiðum á Skagafirði sem samt voru bannaðar vegna þrýstings frá smábátasjómönnum í Skagafirði . Við erum að fella grálúð- unet fyrir frystitogara en erum einnig í öðrum netum, m .a . stundum í flottrollum sem er samstarfsverkefni við aðra svo við getum þjónustað öll veiðarfæri . Við erum í auknum mæli að þjónusta línu- veiðiskipin, s .s . frá Vísi og fleirum og erum að þjónusta togarana frá Þorbirni,“ segir Hörður . Hjá Veiðarfæra- þjónustunni eru tveir með meistararétt- indi og 3 með sveinsréttindi en margir hafa einnig reynslu af sjómennsku . „Ofurefnið Dynema hefur í auknum mæli verið að koma í burðarlínur en sverleiki þess er svipaður og í vírum og margir minni bátarnir hafa viljað fara í þetta sterkara efni til að létta veiðarfærin en það er einnig mjög endingargott og fer mjög vel í gegnum blakkir og fleira og endist lengur en vírinn, og það er auðvitað mikill kostur að hafa bæði meiri endingu og léttara efni í höfuðlínum,“ segir Hörður . Veiðarfæraþjónustan ehf. Ægisgötu 3 240 Grindavík Sími 426 7717 www.veidarfaeri.is Allar tegundir veiðarfæra Starfsmenn Veiðarfæraþjónustunnar í Grindavík .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.