Ægir

Árgangur

Ægir - 01.08.2011, Blaðsíða 114

Ægir - 01.08.2011, Blaðsíða 114
112 Ein af stærri fréttum Íslensku sjávar- útvegs sýningarinnar í ár er að íslenskt fyrirtæki, Vélfag ehf ., kynnir nýja heild- stæða fiskvinnsluvélalínu sem saman- stendur af hausara, flökunarvél og roð- dráttarvél . Vélarnar eru afrakstur áralangrar þróunarvinnu og prófanaferils en nú þegar eru bæði flökunarvélin og hausarinn komin um borð í íslenska og erlenda frystitogara og í notkun hjá nokkrum af stærstu landvinnslufyrir- tækjum landsins . Og í stuttu máli segja eigendur fyrirtækisins að markmiðin sem lagt var upp með, bæði um gæði vélanna, hráefnisgæði og aukna nýtingu hafi gengið eftir . Vélfag var stofnað í Ólafsfirði af hjónunum Bjarma A . Sigur- garðarssyni og Ólöfu Ýri Lárusdóttur en hluti starfseminnar er einnig á Akureyri . Vélfag ehf . var stofnað árið 1995 með það að markmiði að annast viðhalds- þjónustu við fiskvinnsluvélar í frysti- skipum . Fljótlega hóf Bjarmi að hanna breytingabúnað og íhluti í þessar vélar, bæði til að draga úr gífurlegum viðhalds- kostnaði og auka nýtingu um leið . Sjálfur hafði hann kynnst flökunarvélum sem tækjamaður á frystitogara en hann er menntaður bifreiðasmiður og Ólöf hafði einnig starfað við fiskvinnslu . Strax árið 1998 ákváðu þau að ráðast í hönnun eigin flökunarvélar sem væri hönnuð frá grunni til að standast kröfuharðasta um- hverfi íslenskrar fiskvinnslu, þ .e . um borð í vinnsluskipum . Þar er mikið seltuálag, stöðug vinnsla allan sólarhringinn og mikilvægt að vélarnar ráði við allar stærðir af bolfiski . Lagt var upp með að vélin skilaði betri nýtingu en þær sem fyrir væru á markaðnum, viðhaldskostn- aður yrði minni, gangöryggi meira og still- ingatími vegna mismunandi fisktegunda styttri . Það var því hreint ekki ráðist á garðinn þar sem hann var lægstur í mark- miðum! „Þetta verkefni unnum við jafnframt annarri starfsemi og má segja að við höfum nær alfarið farið í gegnum þetta á eigin fjármögnun út úr rekstrinum og með lánsfé . Okkar lykill að því að ná settu marki er frábært starfsfólk sem gjörþekkir fiskvinnsluna og að stóru útgerðirnar á svæðinu sýndu vörum okkar fljótt áhuga og þróunarsamstarfinu skilning enda þekktu þær vandamálin sem við settum okkur að leysa . Fyrirtækin vissu vel að öll þessi atriði eru peningar og að mikið væri því í húfi að þróunarvinna okkar skilaði árangri,“ segja þau Ólöf og Bjarmi en í árslok 2007 var fyrsta M700 flökunarvélin prufukeyrð í vinnslu hjá Norðurströnd á Dalvík og hún hefur verið staðsett þar frá apríl 2008 . Á þessum tímapunkti má segja að teningunum hafi verið kastað og kynning M700 á Íslensku sjávarútvegssýningunni haustið 2008 vakti einnig mikla athygli . Ný hugsun í roðflettivél Vélfag undirstrikar enn frekar framsækni fyrirtækisins á þessu sviði á Íslensku sjávarútvegssýningunni í ár með M800 roðflettivélinni sem nú myndar heildar tækjalínu með M500 hausaranum og M700 flökunarvélinni . Roðflettivélin getur hvort heldur er verið áföst flökunarvélinni eða staðið ein og sér . Og þessi vél mun vafalítið vekja athygli því hún byggir á talsvert annarri hugsun en áður hefur þekkst í roðflettivélum . Vélfag ehf. Ægisgötu 8, 625 Ólafsfirði Njarðarnesi 2, 603 Akureyri Sími 466 2635 GSM 864 2635 www.velfag.is Ólöf Ýr Lárusdóttir og Bjarmi A . Sigurgarðarsson, eigendur Vélfags . M500 hausari . Ný íslensk fiskvinnsluvélalína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.