Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2011, Page 25

Ægir - 01.08.2011, Page 25
þegar Íslyft flutti í nýtt og glæsilegt 2200 fermetra húsnæði . Þetta breytti miklu enda eldra húsnæðið löngu orðið of lítið . Öll aðstaða er þar til fyrirmyndar og meira pláss fyrir ört vaxandi lager af lyfturum og varahlutum en Íslyft kapp- kostar að eiga ávallt mikinn og öflugan varahlutalager . Nýjungar frá Linde Á D30 – Íslyft-básnum á Íslensku sjávarútvegssýningunni verða kynntar tvær nýjungar að sögn þeirra Péturs og Þórarins . Í fyrsta lagi verður sýndur nýr rafmagnslyftari frá Linde sem þeir félagar segjast vera búnir að bíða lengi eftir . Þessi lyftari er framleiddur með lyftigetu frá 2 til 5 tonn . Þessi lyftari mun leysa af hólmi mest selda lyftara á Ís- landi fyrr og síðar þ .e . Linde E25-E30 . Hann er búinn að vera á markaði í Evrópu í 12 mánuði og í reynsluvinnu 12 mánuði þar á undan og hefur reynslan verið alveg frábær . Það sem þessi Linde lyftari hefur fram yfir alla aðra lyftara er t .d . fjöðrun/dempun á framöxli sem gerir hann einstaklega þægilegan í notkun . Allar mastursfestingar eru á gúmmí- púðum og losna menn þar við töluvert viðhald og einnig er stýrisbitinn byggður upp í þyngdarklossann og er þannig vel varinn fyrir bleytu . Drifmótorar eru tveir og eru með þéttleika IP54 og eru þar með vatnsþolnir . Þar sem drifmótorarnir eru tveir virka þeir eins og tækið sé með driflæsingu . Linde E25 er búinn bremsum í olíubaði og er sparneytnari á rafmagn en áður hefur þekkst . Íslyft sýnir einnig nýjan Merlo Panoramic P25 .6 skotbómulyftara sem er með lyftugetu upp á 2,5 tonn og lyftihæð 6 metra . Þetta er nettur vökva- knúinn skotbómulyftari sem þarf lítið vinnupláss . Merlo P25,6 er aðeins 1,8 m á breidd og 1,92 m á hæð . Ekki vantar aflið en hann er með 75 hp turbo diesel vél . Lyftarinn er með stærsta ökumanns- hús í sínum flokki . Þeir félagar segja að á Íslensku sjávarútvegssýningunni ætli Íslyft aðal- lega að sýna fjögur tæki, þ .e . hinn nýja Linde E25 rafmagnslyftara sem sýndur verður tilbúinn í fiskvinnsluna með galvanhúðuðum veltibúnaði og göfflum klæddum ryðfríu stáli; Linde H30D, 3ja tonna diesellyftara með húsi; Linde E20 2ja tonna rafmagnslyftara og Merlo Panoramic P25,6 . Fleira spennandi verður að sjá í bás D30 . 23
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.