Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2011, Page 66

Ægir - 01.08.2011, Page 66
64 „Við höfum séð stöðuga aukningu í verkefnum erlendis síðustu ár og stefnir í að þau verði í fyrsta sinn meirihluti veltu fyrirtækisins . Á sama tíma höfum við komið að mörgum stórum verkefnum hér heima, sérstaklega í breytingum á bæði skipum og vinnslu- húsum vegna makrílveiðanna . Við getum því vel við unað en engu að síður er það grafalvarleg staðreynd að fjárfesting í sjávarútvegi hér á landi er í gíslingu stjórnvalda og í engu samræmi við þörf . Ég á langan lista yfir verkefni sem við höfum lagt grunn að fyrir fyrir- tæki í greininni en þau bíða þess undantekningarlítið að linni þeirri óvissu sem stjórnvöld halda greininni í . Þegar menn vita ekkert hvað verður er enginn vilji til að ráðast í fjárfestingar og fram- kvæmdir í sjávarútvegi . Nú gera menn bara það nauðsynlegasta,“ segir Guð- mundur Hannesson, sölustjóri Kælismiðjunnar Frosts . Frost kemur víða við Meðal verkefna sem Frost hefur komið að síðustu misserin eru breytingar upp- sjávarfrystihúsa á Vopnafirði, í Neskaup- stað og í Vestmanneyjum, Frost sá um að gera viðamiklar breytingar á togur- unum Guðmundi í Nesi og Brimnesi fyrir makrílvertíðina . Bolfiskskipið Havtind frá Noregi var á Akureyri framan af ári þar sem Frost setti nýtt 70t/24 NH3 frystikerfi í skipið ásamt þeim breytingum sem Slippurinn og Rafeyri sáu um . Einnig hefur Frost verið mikið í fisk- og kjötvinnslum í Noregi, Danmörku og Þýskalandi, ásamt þjónustu við verksmiðjuskip í Afríku . í dag er Frost að vinna að hönnun og afhendingu á nýju NH3 (ammoníak) 80t/24 frystikerfi fyrir togarann Normu Mary sem er í viðamiklum breytingum og lengingu í Póllandi . Og er hér aðeins fátt eitt talið . „Að mínu mati er það fyrst og síðast orðsporið hjá okkar viðskiptavinum sem skýrir hversu vel okkur hefur tekist til, þrátt fyrir kreppu hér heima . Hér er kjarni starfsmanna sem hefur unnið lengi saman, starfsmenn sem búa yfir mjög mikilli sérþekkingu á öllu sem lýtur að frystikerfum bæði á sjó og landi,“ segir Guðmundur en Frost annast alla þætti verkefna á kælisviðinu, allt frá ráð- gjöf, hönnun, sölu búnaðar, umsjón verkefna, uppsetningu búnaðar og fyrir- byggjandi viðhaldi og daglegri þjónustu, þar sem Frost leggur ríka áherslu á að skila verkefnum með hag- kvæmni og rekstaröryggi fyrir viðskipta- vini sína . Allt frá hönnun til uppsetningar Guðmundur segir fyrirtækið hafa með árunum styrkt allar grunnstoðir sínar, bæði hönnun, sölumál, verktöku og þjónustu . „Við stigum á sínum tíma það gæfuskref að í stað þess að vera um- boðsaðilar fyrir ákveðna framleiðendur kælibúnaðar þá seljum við búnað frá öllum - allt eftir því hvað viðskipta- vinurinn vill hverju sinni og hvað hentar hverjum . Í dag getum við boðið búnað frá öllum stærstu og þekktustu merkjum í frysti- og kælibúnaði í heiminum og við finnum að þeir keppast um að komast að hjá okkur . Enda er það svo að við fundum aldrei fyrir neinum breytingum hjá okkar birgjum þó efnahaghrunið hafi dunið yfir á Íslandi . Það er okkur mikils virði að geta haft slíkt traust hjá fram- leiðendum búnaðar,“ segir Guðmundur . Starfsstöðvar Frosts á Akureyri og í Garðabæ en um 40 manns starfa hjá fyrirtækinu að jafnaði nú um stundir . „Sjávarútvegssýningin er mikilvægur vettvangur fyrir okkur, bæði til að hitta viðskiptavini, kynna hvað við höfum gert og sýna búnað . Í ár munum við til dæmis sýna sjókælikerfi sem er hannað af okkur en framleitt erlendis . Með því undirstrikum þá breidd sem við búum yfir í fyrirtækinu .“ Kælismiðjan Frost Fjölnisgata 4b 600 Akureyri Sími 464 9400 www.frost.is Hér má sjá blástursfrysti í uppsjávarfrystihúsi HB Granda á Vopnafirði sem Kælismiðjan Frost hannaði og setti upp . Þessi frystir hefur komið mjög vel út á makrílvertíðinni í sumar . Orðsporið er besta auglýsingin Guðmundur Hannesson, sölustjóri Frosts .
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.