Ægir

Volume

Ægir - 01.08.2011, Page 104

Ægir - 01.08.2011, Page 104
102 „Við bjóðum málningu og málningarkerfi fyrir allar gerðir skipa og báta - allt frá þeim minnstu til þeirra stærstu . Það skiptir í öllum tilfellum höfuðmáli að velja rétt efni og standa vel að bæði undir- vinnu og málningu,“ segir Ómar Gunn- arsson, framkvæmdastjóri og efnafræðingur hjá SérEfni, sem býður hið heimsþekkta merki International fyrir sjávarútveginn . Ómar segir International um langt skeið hafa verið leiðandi í vöruþróun og sem dæmi hafi þetta fyrirtæki komið fram með tinfría sjálfslípandi botn- málningu áður en bann við notkun á tini hafi verið sett á . Að sama skapi hafi International þróað epoxýgrunna til varnar tæringu á stáli en þar er um að ræða Intershield 300 grunninn sem hefur verið í boði um 15 ára skeið . „Í augum okkar sem vinnum við að ráðleggja um málun skipa er aðalatriðið að huga að botninum . Þar er snerti- flöturinn við sjóinn og þar af leiðandi ræður yfirborð hans miklu um gang- hraða skipsins og þar með eldsneyt- iseyðslu . Það er margsannað hjá okkur að með réttum frágangi botnmálingar hafa útgerðir séð verulegan eldsneytis- sparnað og munar um minna í dag,“ segir Ómar . Botninn á að slípast rétt Ómar segir að ef rétt er staðið að undir- búningsvinnu og botnmálningu skipa þá eigi ekki að þurfa nema 5 heilar umferðir á 9-10 ára siglingatímabili . „Fjárfestingin er þannig nýtt til fulls og málningin fær að slípast niður eins og ber að gera . Okkar starf felst í að ráðleggja viðskiptavinum um hvernig hægt er að ná þessum árangri og einnig er mjög algengt að við höfum eftirlit með framkvæmdinni á meðan á slipptöku stendur . Það á við jafnt hér- lendis sem erlendis .“ Ómar segir mikilvægt að tryggja langtíma tæringarvörn í nýbyggingar- stigi skipa eða við sandblástur . Til þess er notaður Intershield 300, högg- og núningsþolinn svokallaður „pure-epoxy“ grunnur með langtíma ryðvarnareigin- leika . International hefur frá árinu 1990 framleitt tinfría SPC sjálfslípandi botn- málingu sem byggist á annarri tækni en eldri CDP botnmálningin . „Við slípun á SPC er eyðingarlagið stöðugt mjög þunnt eða um 15-20 míkron sem þýðir að allan líftímann er mjög stutt í „ferskt og nýtt undirlag“ . Því er hægt að útbúa lengri málningakerfi með SPC og nýta óslípaða gamla botn- málningu við næstu slipptöku mun betur inn í framtíðina en CDP,“ segir Ómar . Fyrirtækið SérEfni ehf . var stofnað í apríl árið 2006 og tók þá yfir sölu og ráðgjöf á International skipa-, iðnaðar-, smábáta- og eldvarnarmálningu frá Hörpu Sjöfn . Fljótlega bættist Nordsjö húsamálningin við og verslun fyrir fagmenn og almenning var opnuð í bak- húsi í Lágmúla 7 . Á vordögum 2009 flutti fyrirtækið í Síðumúla 22 og opnaði þar glæsilega málningarvöruverslun . SérEfni ehf. Síðumúla 22 108 Reykjavík Sími 517 0404 www.serefni.is Starfsmenn SérEfnis, Ómar Gunnarsson framkvæmdastjóri og Árni Þór Freysteinsson við stæður af International skipamálningunni . Betri botn með International frá SérEfni
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.