Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 48

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Blaðsíða 48
Tímarit Máls og menningar hersveita Versala og hinn 21. maí héldu þær um St. CloudhliSiS inn í sjálfa París. Kommúnan hélt þann dag síðasta fund sinn. Velferðarnefndin lét enn um stund dreifa ávörpum og flugmiðum um borgina, en hún hvarf einnig af sviðinu. Og þá upphófust síðustu meiriháttar götubardagar í sögu Parísar- borgar. Þeir stóðu frá 21.—28. maí og Frakkar hafa kallað þessa daga blóð- vikuna. Það er talið fullvíst, að Versalaherinn hefði getað hernumið Parísarhorg án mikilla blóðsúthellinga með því að sniðganga götuvígin. En Thiers vildi ná borginni hægt og bítandi. Því urðu þessir götubardagar svo æðisgengnir. Það verður ekki annað séð en að herinn hafi vitandi vits ætlað að taka París blóð. Kommúnumennirnir hörðust af dæmafáum hetjuskap, vörðu hverja götu, hvert hús gegn ofureflinu. Herinn slátraði fólkinu eins og hú- fénaði, en kommúnumenn hefndu sín með því að kveikja í opinberum bygg- ingum og skjóta gísla. Hinn 25. maí voru allar varnir þrotnar sunnan Signu, en bardögunum hélt áfram í verkamannahverfunum í norðaustri, og þann 27. var lokahríðin háð í Pére Lachaise-kirkjugarðinum, þar sem barizt var um hverja gröf. Það var á sunnudaginn 28. maí að síðustu varnir kommúnu- manna voru brotnar á bak aftur, en aftökunum hélt áfram, stundum án dóms, stundum eftir réttarúrskurð herdómstóla. Samkvæmt opinberum skýrslum voru 17 þúsundir manna teknar af lífi í þessum átökum, aðrar heimildir telja hina drepnu nær 30 þúsundum. Hand- teknar voru 38 þúsundir manna, um 15 þúsundir voru dæmdar til útlegðar í fanganýlendur, nauðungarvinnu eða til fangelsisvistar. Samkvæmt skýrslum heryfirvaldanna, mjög ófullkomnum, voru hinir dauðadæmdu flestir verka- menn, skrifstofumenn og verzlunarþjónar, mest bar á múrurum og smiðum, en þar mátti einnig finna 207 saumakonur. Um margra ára skeið skorti Parísarborg faglærða verkamenn í handiðn og iðju. í fjölmiðlunartækjum þeim, sem 19. öldinni stóð til boða var mönnum Parísarkommúnunnar lýst sem óbreyttum morðingjum, glæpamönnum og brennivörgum. Versalastjórnin notaði blöð og ritsíma til að níða þessa menn, sem fyrstir allra höfðu leitazt við að stofna stjórn almúgamannsins, af van- efnum og við erfiðari söguleg skilyrði en dæmi voru til. Hryðjuverk komm- únunnar og hermdarverk voru þó barnaleikur í samanburði við afrek þau, er Versalaherinn vann í þeim efnum í þjónustu franskrar yfirstéttar. En verkalýður Evrópu, sem horfði á hildarleikinn í París, skynjaði af eðlisávísun, að Parísarkommúnan var sögulegt fyrirbæri í náinni frændsemi við sjálfan hann. Hinn ungi verkalýðsforingi Þýzkalands, Ágúst Bebel, varði 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.