Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Page 69

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Page 69
Arftakar miSaldamórals Þegar baráttan geisaði milli aðals og borgara í Evrópu fyrr á öldum, var því oft haldið fram, að bleyðimennskan væri eitt helzta einkenni borgarans og hún er vissulega höfuðeinkenni tötraborgarans, óttinn mótar mjög afstöðu hans, sökum gildisleysis alls í hans augum, nema peninganna, sem eru hans akkeri. Hræðslan við að tapa fjármunum ræður afstöðu hans til allra mál- efna ásamt gróðafíkninni. Hættulegust urðu áhrif tötraborgara á vaxandi borgarastétt í landinu, en önnur kynslóð hennar var að vaxa úr grasi þegar kemur fram á fimmta ára- tuginn. Sú kynslóð var berskjaldaðri hinni fyrri fyrir bandarískum lág- stéttaáhrifum, sem skella á þjóðinni þegar á styrjaldarárunum, heiman- fylgja stéttarinnar, andleg fátækt og nægjusemi, afleiðingar af auknu tengsla- leysi hennar við innlenda menningararfleifð, þ. e. a. s. fortíðarleysi henn- ar, varð til þess að hún gein við þeim vúlgarisma, sem var og er ein- kenni bandarísks smekks og þeirra menningarlegu lágstétta sem hann hafa mótað og móta. Flónsgull stríðsgróðans varð stéttinni uppbót á eigið gildis- leysi og græðgin brjálaði hluta hennar til hreinnar þjóðvillu og sjúklegs ótta við að glata þeirri aðstöðu, sem hún hafði til gróða. Afleiðingar þessarar niðurkoðnunar mátti og má sjá í ríkjandi smekk, menningarleg fátækt hennar varð enn átakanlegri við aukið fjármagn og neyzlu. Greinilegast birtist þessi dapurlegi smekkur í arkitektúr fimmta og sjötta áratugar aldarinnar og þeirri afstöðu að vilja rífa niður og eyðileggja skástu byggingar frá 19. öld og aldamótaárunum, sem vottuðu þó um smekk fyrsta vísis að borgarastétt hér- lendis. Um miðja öldina var svo komið, að nokkur hluti borgarastéttarinnar var menningarleg lágstétt og sá hlutinn mátti sín mest til mótunar innan stéttar- innar. Menningarleg stéttaskipting var þá staðreynd, sem ekki varð gengið framhjá, og gætti á flestum sviðum, í málfari, bókmenntasmekk og ekki hvað sízt í viðbrögðum íslenzkra valdamanna gagnvart erlendum aðilum, kauða- hátturinn í þeim efnum var einna átakanlegastur bæði á sviði utanríkismála og í viðskiptum, sbr. Dawsonævintýrið. Þessi koðnun átti sér stað jafnframt því sem efnahagur stéttarinnar blómgaðist og pólitísk áhrif hennar jukust. Stéttin hefði átt að taka upp menningarhlutverk hliðstæðra stétta í Evrópu, en þar brást hún. Þeir sem héldu vöku sinni innan stéttarinnar máttu sín lítils til áhrifa og urðu nauðugir viljugir að berast með straumnum. 011 helztu skáld og rithöfundar þjóðarinnar um miðja öldina voru mótaðir af hinu forna íslenzka samfélagi og áttu sér þar sitt upphaf, enda segir sig sjálft, að menningarleg lágkúra verður aldrei kveikja mikilla ritsmíða eða 59
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.