Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Page 85

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Page 85
þurr upptíningur, heldur lifandi saga þeirra ráðuneyta, sem farið hafa með völd á fs- landi í sex áratugi, framkvæmdir þeirra, saga um það, hvemig þau urðu til og hvað þeim varð að falli, stefnuyfirlýsingar þeirra, loforð þeirra og efndir. Heimildir höfundarins eru að sjálfsögðu opinberar prentaðar heimildir: Alþingistíðindin, Stjórnartíðindin, Lögbirtingur og dagblöð- in. Auk þessa hefur hann átt kost á að nota óbirtar heimildir, endurminningar stjórnmálamanna og annað þeim skylt. Ég er sjálfur lítt kunnugur sögu aldar okkar á fslandi, svo að ég má ekki í fljótu bragði meta krítískt þá flóknu pólitísku sögu, sem Agnar Kl. Jónsson hefur sagt og túlkað í riti sínu. En að svo miklu leyti sem ég get um dæmt, þá virðist mér öll frásögn höfundarins bera vitni hlutbundinni rann- sókn og mati á staðreyndum. Þó vil ég í þessu efni gera eina undantekningu, en þar er ég málum kunnugur. í fyrra bindi ritsins, bls. 252—256 segir frá myndun annars ráðuneytis Ólafs Thors, sem skipað var 21. október 1944. Þetta var hin sögufræga Nýsköpunarstjóm, um hverja Ólafur Tliors hafði þau orð síðar, eftir andlát hennar, að hún væri einhver bezta ríkisstjóm, sem farið hefði með völd á fslandi. Agnar Kl. Jónsson skýrir rétt og nákvæmlega frá aðdraganda þessarar stjóm- armyndunar og bætir við að lokum: „Það er væntanlega engum gert rangt til, þótt því sé haldið fram, að það sé engum einum manni jafnmikið að þakka og formanni Sjálfstæðisflokksins, Ólafi Thors, að það tókst, þrátt fyrir mjög mikla erfiðleika, að mynda þingræðisstjórn flokka með jafn ólíkum sjónarmiðum og stefnum og hér var um að ræða ...“ Þetta er formlega rétt. En höfundurinn gleymir einu veigamiklu atriði í þessu máli: hinni stórkostlegu ræðu Einars 01- geirssonar, þegar Alþingisumræðum var út- Umsagnir um bœkur varpað 11. september 1944. Ég hef á öðr- um stað kallað þessa ræðu einhverja þá stórbrotnustu, sem flutt hefur verið á Al- þingi um áratugi. Þar voru boðuð einhver afdrifaríkustu straumhvörf í sögu Sósíal- istaflokksins: viljið þið stéttastríð á íslandi eða stéttasamvinnu um uppbyggingu ís- lenzkra atvinnuvega? Þessi mikla ræða Einars Olgeirssonar er enn í minni margra núlifandi fslendinga, enda skráð í Alþingis- tíðindum. Og þessi ræða varð raunveru- legur grundvöllur annars ráðuneytis Ólafs Thors, þótt ég vilji alls ekki draga úr þætti hans þegar til framkvæmdanna kom. Ég átti sjálfur því láni að fagna að kynnast Ólafi Thors persónulega í kosningunum haustið 1946, og þá spurði ég hann hverja aðild Einar Olgeirsson hefði átt í myndun Nýsköpunarstjórnarinnar, og Ólafur svar- aði með sinni alkunnu og dálítið stráks- legu hreinskilni: Hann Einar var svo and- skoti hugmyndaríkur! Ég læt þetta nægja, en ég held að dæmið sýni, að ekki sé nóg að nota formlegar heimildir um viðræður stjómmálaflokka, heldur verði að seilast stundum dýpra þeg- ar ræða er um pólitísk umskipti. Og svo að lokum: ég vil þakka bekkjar- bróður mínum, Agnari Kl. Jónssyni, fyrir þetta mikla og ágæta frumrannsóknarverk í sögu aldar okkar. Sverrír Krístjánsson. Mannfækkim af hallærnm „Drepsótt, stríð og dýrtíð eru kallaðir þeir snörpustu vendir í Guðs hendi ...“ Þannig upphefst ritgerð Hannesar biskups Finnssonar,1 og höf. heldur áfram: „En á nærverandi tíðum er stríð orðið vægara en 1 Mannjœkkun aj hallœrum á fslandi. Jón Eyþórsson og Jóhannes Nordal sáu um útgáfuna. Almenna Bókafélagið 1970. 75
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.