Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Qupperneq 88

Tímarit Máls og menningar - 01.07.1971, Qupperneq 88
Tímarit Máls og menningar styrkzt að sama skapi. Þetta kemur hvað skýrast fram í þessari síðustu bók. Er líkt og geigur skáldsins aukist við allt það, sem ægir einstaklingum og þjóðerni utan að, jafnframt því að fornum dyggðum, nægju- semi, tryggð, von og trú hefur verið fórnað fyrir stundarhag, sérkennin æ meira þurrk- uð út. Til sönnunar þessu skal tekið upp eitt af kvæðunum, Dyret: Inn over landet várt et seg eit dyr med jeit og glansande buk, bode velkommen av alle som skyr nfíysemd, og opnar eit sluk. Allstad skal dyret ha rett til & já beitemark her i várt land. At det vil l0ne seg, skal vi já sjá som ennu stár vakt og held stand. Men vi har lœrt jpr og kan ikkje tru at dyret, sá jramandt det er, kan verta til signing om fast det fár bu og jorma om heimen vár her. Vi trur det vil gjere várt land til ei mark som ingen av oss kjennest ved: en underleg angande ingenmanns park med jamklipte hekker og tre. Kvæðið er svo auðskilið hverjum íslend- ingi, að engin er þörf á útskýringum né þýðingu. Þegar ég las það, hnykkti mér við, virtist sem hvert orð þess væri til vor talað, bræðraþjóðarinnar liér yzt við ál: Hernám, iðnvæðing að stórþjóða sið, hvað sem það kostar, takmarkalítill innflutning- ur erlends fjármagns, öllu skal fórnað, ein- stakri náttúrufegurð, heilnæma loftinu, hreinu lækjunum, sál og samvizku fyrir fé og þægindi. Tungu og þjóðerni er ógnað. Allt landið á að verða einskis manns garð- ur með jafnklipptum trjám. Ég held því, að þetta kvæði Orglands eigi sízt minna erindi til vor Islendinga en frændþjóðar- innar norsku, sem það er ort um. Svipað má reyndar segja um ýmis önnur kvæði bókarinnar, þó að eigi séu þau eins ljóst orðuð, en bera samt biæ af geig, fela í sér aðvörun gegn hættu, eru nokkurs kon- ar blika eða óveðursský á hugarhimni skáldsins, hvort sem hann yrkir um púka- mynd á Notre Dame kirkjunni í París; Leibnitz, heimspeking bjartsýninnar, sem á að hafa yfirgefið heiminn, án þess að eiga neinn óvin, eins konar andstæðu á- steytingarsteina nútímans; Jan Palach, stúdentinn, sem kveikti í sér á torginu í Prag, en óskaði þess ekki, að aðrir fetuðu í fótspor sín — eða eitthvað annað. Allt eru þetta órímuð kvæði, nýtízkuleg atóm- ljóð, sem svo eru nefnd. Eigi ósvipuðu máli gegnir um sum tæki- færiskvæði Orglands eins og t. d. minning- arljóðið Etter eit barn, er mér þykir meðal þeirra fegurstu í bókinni, þrungið söknuði, iðrun og sársauka, órímað og svo látlaust sem orðið getur. Ég fæ ekki stillt mig um að taka hér upp þetta eftirmæli, enda getur það átt erindi til allra: Her sette du teikna dine dei smá vonfulle teikna dine som du strevde med og kom med og skulle syna kor flink du var — teikna som vi nok oftast hadde jor lite tid til á interessera oss for medan du var mellom oss. Död vár er annað minningarkvæði í sama dúr, eða öllu heldur moll, þar sem dánum vini er líkt við tré, hnipið, aflaufgað og hreiðurlaust í dauðanum, ef til vill enn þá betri skáldskapur en hitt, og þó ögn tor- skildara, að minnsta kosti þeim sem óæfðir eru í að lesa landsmálið. Oft finnast mér þó bezt hefðbundin sögu- 78
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.