Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 14

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 14
Tímarit Máls og menningar komulaginu, formið eitt framkvæmir ekki neitt. Auk fjöldastuðningsins, sem áður er nefndur, naut félagið hæfileikamikillar eldsálar sem stjórnaði útgáfunni með ofurhug og röggsemi. Kristinn E. Andrésson. Þótt frammistaða hans sé fyrir löngu komin lengra inní goðsagnaheiminn en efni stóðu til, þá verður það ekki af Kristni skafið að honum tókst — eftir prinsípum hins menntaða ein- veldis — að gera félagið að miklu meira veldi á menningarfrontinum en samsvar- aði nokkurn tíma pólitískum styrk flokksins. En margt hafði breyst á þessum rúmum þrjátíu árum frá því Mál og menn- ing var stofnað og þar til Kristinn lét þar af stjórn. Alþýða manna hafði í mörgu aðlagast borgaralegum lífsháttum, félagslegt sinnuleysi var orðin regla fremur en undantekning, fjöldahreyfingin var í andarslitrunum sem slík og flokkurinn ekki orðinn mikið meira en dagblað, þingflokkur og kosninga- maskína, illa leikinn af eigin stéttasamvinnu, sovétátrúnaði og köldu stríði. Starfsvettvangur Máls og menningar var ekki lengur sá sami. Undirstaðan ekki heldur. Félagsmönnum hafði líka stórlega fækkað frá því sem þeir voru flestir í lok heimsstyrjaldarinnar. Og upp var að vaxa kynslóð sem skynjaði veröldina fremur gegnum tóna og myndir en bókstafi á blaði. Allt var breytt — nema fyrirkomulagið og útgáfan. Auk þess var félagið skuldum vafið. Það er grunur minn að vankantar skipulagsins hafi þegar háð félaginu nokk- uð á síðustu stjórnarárum Kristins. En það er trúa mín að þá fyrst hafi skipu- lagið orðið félaginu fjötur þegar Sigfús Daðason tók við af Kristni sem primus motor. Sigfús hafði margt framyfir fyrirrennara sinn, svo sem pólitíska víð- sýni og fordómasnautt bókmenntaskyn, auk þess sem hann var og er afburða- skáld og einn af örfáum gagnmenntuðum mönnum þessarar fátæku þjóðar. En hann var ærið langt frá því að vera sá einvaldur sem fyrirkomulagið ætlaðist til, hann var heldur engin eldsál, nánast andstæðan. Hér hefði stjórn og félags- ráð þurft að vakna til lífsins. En um slíkt er tómt mál að tala, félagið var stirðnaður strúktúr og hægara sagt en gert að virkja það til starfs og frum- kvæðis, enn síður hægt að búast við því að það tæki sjálft snögglega við sér og hristi af sér blundinn. Fyrirtækið haltraði áfram af átakalausri smekkvísi og gömlum vana, stutt tregðulögmálum hefða og íhaldssemi. Og þannig hefði þetta vafalaust getað gengið nokkuð lengi ef markaðslögmálin hefðu ekki sagt illi- lega til sín, en fyrir þeim hefur félagið fundið því bemr sem þynnst hefur hópur virkra stuðningsmanna og keppinautarnir gerst bíræfnari í auglýsinga- skruminu. Tímar hins menntaða einveldis eru liðnir. Tímar hins gagnmenntaða óveldis eru einnig liðnir. Félaginu er nú í reynd stjórnað af tríumvírati, það er fram- kvæmdastjóra, útgáfustjóra og stjórn (sem var þó ekki sérlega starfsöm né frumkvæðisrík þau tvö ár sem ég átti þar sæti, 1974—76). En að öðru leyti er strúktúrinn óbreyttur. Enn kemur félagsráð saman einu sinni á ári til að endur- 4
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.