Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 59
Heilsaði hún mér drottningin
Slíkum íslendingi sem Jónasi Hallgrímssyni var óhætt að ganga á vit
erlendrar menningar í því skyni að tileinka sér það bezta og nytsamasta
sem hún hafði að veita. Lítil hætta var á því, að hann yrði þar sjálfur
bergnuminn.
Þegar hugað er að áhrifum erlendra skálda á kveðskap Jónasar, mun
flesmm koma fyrst í hug nafnið Heinricb Heine. Af öllu því sem Jónas
hefur lært til brags erlendis, er stíll Heines einna augljósasmr, einkum þó
um bragformið sjálft. Létmr og þjáll bragarhátmr Heines hefur fallið vel
að hugsun og geði Jónasar. Og em þó meðal bezm Ijóða hans þau sem
hann orti undir ítölskum hátmm, tersínu, ottöfu og sonnetm, sem Heine
gat raunar einnig gripið til.
Um samskipti þeirra Jónasar og Heines er það athyglisvert, að brag-
form hins þýzka snillings nýtur sín bemr á kvæðum Jónasar sjálfs en á
Heines-þýðingum hans. I þýðingunum heldur hann sjaldnast frumhætti
kvæðanna, þýðir þau jafnvel á íslenzka fornhætti, svo óralangt sem þeir
virðast vera frá frumkvæðunum þýzku. Hann virðist hafa skilið það öðmm
betur, að hinir lipru og voðfelldu bragir Heines, sem geta virzt svo vanda-
litlir, krefjast einmitt þess frelsis, sem einungis frumkveðinn skáldskapur
getur veitt. Líkast til hefur ekkert skáld í víðri veröld orðið jafn-harkalega
fyrir barðinu á þýðendum og Heine. Fátt er talið auðveldara en að snara
Heine, svo einfaldur í sniðum sem hann er og blátt áfram. Og fyrir bragðið
hafa hlaðizt upp á ýmsum þjóðtungum heilar fjalldyngjur af leirburði í
nafni Heines. Jónas vissi hvað hann söng, þegar hann þýddi Nceturkyrrð
á fornyrðislag, en orti sjálfur Annes og eyjar á Heines-hætti.
Til dæmis um vandkvæðin á því að þýða Heine má nefna smáljóðið
Du bist wie eine Blume, sem allir þekkja. A íslenzku em til margar þýð-
ingar; en engin þeirra, sem ég kannast við, gæti verið eftir Heine, jafnvel
ekki sú þeirra, sem mér þykir bera þar langt af, en það er þýðing Magnúsar
Asgeirssonar; hún er hins vegar og eigi að síður yndislegt íslenzkt ljóð.
Frumkvæðið er á þessa leið:
Du bist wie eine Blume
so hold und schön und rein;
ich schau’ dich an, und Wehmut
schleicht mir ins Herz hinein.
47