Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 113

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 113
Lenínisminn og verkalýðshreyfing vesturlanda borgaralegra byltinga á afstöðu Marx frá því 1848. Sögulega séð er borgara- bylting í kapítalískt vanþróuðu landi einnig framför frá sjónarhóli verka- manna, þar sem það er fyrst með til- komu þróaðs auðvaldsskipulags, sem sósíalisminn verður að möguleika. En hér snýst málið um söguleg tímaskeið en ekki um fáeina mánuði eða, ná- kvæmlega til tekið, um tímann frá fe- brúar til október 1917. Eins og þegar hefur komið fram, leit Lenín þó svo á, að á skeiði heimsvaldastefnunnar, „hæsta stigi auðvaldsins", myndi borg- arabyltingin beinlínis umsnúast í öreiga- byltingu, ef byltingar af báðum gerð- um yrðu á sama tíma í mismunandi löndum. Það skipti því engu máli, í hvaða löndum — þróuðum eða vanþró- uðum — byltingin brytist út. Henni yrði að halda áfram í nafni sósíalískrar heimsbyltingar. Þar sem meirihluti íbú- anna í vanþróuðum löndum væru víg- reifir bændur, en smár minnihlutahóp- ur nútíma öreiga þó fyrir hendi, þá ætti að vera hægt að græða saman bylt- ingu borgara og öreiga með atbeina byltingarsinnaðra flokka, sem stæðu svo að segja ofar stéttum. Eða með öðrum orðum: það ætti að notfæra sér þá möguleika sem heimsvaldastefnan byði upp á til þess að beina hinni venjulegu efnahagsþróun auðvaldsskipulagsins í farveg almennra framfara í átt til sósíal- isma. Staðreyndin er sú, að borgaralegar byltingar geta ekki lengur orðið eins og áður fyrr, þ. e. byltingar frjálslyndrar borgarastéttar og bænda gegn lénsku yfirvaldi. Það vald sem einokunarauð- valdið hefur á heimsmarkaðnum ásamt áframhaldandi samþjöppun auðmagns- ins innan þjóðríkja, sem og alþjóðlega, kemur í veg fyrir að vanþróaðri lönd þrói auðvaldsskipulag sitt á sjálfstæðan og þjóðlegan hátt. Það gæti aðeins gerst ef þau losnuðu undan heimsmarkaðs- kerfi auðskipulagsins og jafnframt póli- tískt undan oki heimsvaldastefnunnar. Fyrri þrautin verður ekki leyst með að- ferð samkeppninnar og hægfara þróun kapítalískrar einkaeignar, eins og þau mál þróuðust á sínum tíma í þeim auð- valdsríkjum sem nú drottna. Lausn seinni þrautarinnar krefst þjóðlegs og byltingarsinnaðs frelsisstríðs sem beinast yrði gegn hvoru tveggja: drottnandi stétt í eigin landi, enda er hún fóstruð af alþjóðlegri borgarastétt og háð henni á allan hátt, og ennfremur gegn heims- valdasinnuðu auðvaldi. Þar sem barátta undirokaðra þjóða beinist gegn erlendu auðmagni og verður að hafa stuðning alþýðufjöldans getur hún ekki haft kapí- talíska hugmyndafræði að leiðarljósi, heldur verður hún hugmyndafræðilega séð að vera sett fram á and-kapítalískan eða sósíalískan hátt. Málsvarar hennar eru millistétt menntamanna, rænd þró- unarmöguleikum sínum, en þjóðleg bylting og yfirtaka ríkisbáknsins mun gera hana að nýrri ráðastétt. Samþjöppun einkauðmagnsins verður að lúta í lægra haldi fyrir auðmagns- samþjöppun ríkisvaldsins. Iðnvæðingin, sem hefur dregist of lengi og orðin er knýjandi nauðsyn, krefst nú síaukins hluta af þjóðarframleiðslunni, til upp- hleðslu auðmagnsins. Bændabyltingin leiðir til annarrar „byltingar" sem er skipulögð af ríkinu og beinist gegn bændum. Hún felst í að knýja fram aukna umframframleiðslu í landbúnaði, eftir leiðum samyrkjubúskaparins. Iðn- aðaröreigunum f jölgar eftir því sem iðn- væðingunni vindur fram, en það munu enn líða áratugir, þar til þeir verða af- gerandi félagsleg stétt. Með þessum 99
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.