Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 122

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Side 122
Tímarit Mdls og menningar En svo sígur allt á ógæfuhliðina. Hún fær alls kyns dularfulla stingi þegar hún er nálægt Arna: „Hvað var eiginlega að henni? Hvers vegna varð hún alltaf eins og kjáni, þegar Arni leit á hana eða ávarpaði hana? Hún þekkti manninn bókstaflega ekki neitt.“ (96) Það eru orð að sönnu, því Arni er fáskiptinn verkstjóri, ýmist á leið úr eða í vinnu. Það er þó ljóst frá upphafi að hann er ákveðinn í að skilja við hina bersyndugu konu sína, sem hljópst á brott með öðr- um manni, kom svo til baka taugaveikl- aður drykkjusjúklingur og dópisti! En Asta ber svo mikla virðingu fyrir hjóna- bandsstofnuninni að hún líður ómældar kvalir fyrir að hugsa hlýlega til kvænts manns, það er hreinlega „andstætt eðli hennar". (139) Þar með er öll vinnugleði hennar fyr- ir bí. Og hvað verður um hana ef Arni skiptir um vinnu: „Hvernig yrði þá líf hennar í búðunum? Aldrei neitt að hlakka til, ekki hægt að eiga von á að sjá honum bregða fyrir, enginn Tommi. Bara einhæf vinna, eilífar veðrabreyt- ingar og gönguferðir til skemmtunar.“ (133) Eftir „nægan tíma til að láta sér leið- ast“ og endalausar andvökunætur ákveð- ur hún að flýja vestur á firði í barna- pössun og „til að finna sjálfa sig“. Hún vill greinilega allt fremur en að ræða málin við Árna ræfilinn, sem hún veit þó að elskar hana. — Að lokum hittast elskendurnir svo í lyfmnni góðu fyrir tilstilli Ottós, og þegar hún stöðvast á milli hæða og þau fallast í faðma hugs- ar Ásta: „Átti þessi lyfta að hafa það hlutverk að ráða örlögum hennar?“ (158) — Móðir hennar hafði komist svipað að orði eftir að hún lokaðist inni í lyftunni í fyrra sinnið: „Það hlýmr að vera einhver meining með því hjá for- lögunum að stöðva lyftuna einmitt á þessu andartaki." (12) Samkvæmt rökum bókarinnar er Ásta algjörlega flekklaus stúlka, „ímynd dyggðarinnar og kvenlegra eiginleika": siðprúð, barngóð, myndarleg í höndun- um, þögull „koddi", sem ýmsir koma til og „ausa yfir ... vandræðum sínum" (118), ósjálfstæð, feimin og frum- kvæðislaus gagnvart karlkyninu. — Þá vakna óneitanlega nokkrar spurningar, fyrst Snjólaug segist alltaf vera að lýsa venjulegu fólki. Getur Ásta talist „venjuleg", íslensk 24 ára stúlka? Ætli það sé algengt að kvenfólk fái að ráða störfum sínum sjálft í slíkum vinnu- búðum? Er raunhæft að láta fimm kven- menn þjónusta 200 karlmenn uppi á öræfum? Og er raunhæf sú skoð_un, sem veður uppi í bókinni, að vinnustaðir séu fyrst og fremst hjónabandsmarkaður fyr- ir konur? Þannig er Ástu hulin ráðgáta hvernig tildurrófan Gunnhildur gerðist hjúkrunarkona, en „ef til vill dreymdi hana um að giftast lækni". (54) Árni heldur, að svo myndarleg stúlka sem Ásta geti ekki hafa ráðið sig í vinnu uppi í óbyggðum „nema af einhverri sérstakri ástæðu, ástarsorg eða slíku“. (115) Hin vinnandi alþýða Að sjálfsögðu eru konurnar fimm, sem minnst hefur verið á, í þeim hópi. En þeirra heimur (og þar með lesandans sem sér atburðina að mestu leyti með augum Ástu) takmarkast algjörlega við vinnubúðirnar, og þá sérstaklega kaffi- stofu og eldhús. Það er dæmigert að á því rúma ári sem Ásta dvelur í búðun- um hefur hún aldrei komið á vinnu- svæðið. Fréttir þaðan (aðallega varðandi stórslys) eru endursagðar í kaffistofunni 108
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.