Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 14
TímaritMáls og menningar
afnám hennar, skipulagningu framleiðslunnar, stjórn hennar, bandariska her-
inn, aðildina að Nato, svo nokkuð sé nefnt? Eru einhverjir hræddir um að
„hitinn“ í slíkum kosningum verði of lítill miðað við forsetakosningar? Eða
kannski of mikill?
Forsetaembættið er fígúruembætti. Hver sem velst í það verður fígúra hvaða
kostum sem viðkomandi kann að vera búinn, skyldugur til að fara með þvaður
við hátíðleg tækifæri, brosa framan í figúrur annarra þjóða og hengja orður á þá sem
yfirstéttinni finnst að hafi þjónað sér best, með öðrum orðum valdalaust
himpigimpi sem reynt er að telja fólki trú um að sé eitthvað, geri eitthvað af viti
og skipti máli, í það minnsta verður hann að geta kallast „sameiningartákn
þjóðarinnar" án þess að þjóðin fari að spyrja sig fyrir hverskonar sameiningu
táknið stendur og hvort hún þurfi á því að halda; síst af öllu má hún komast að
því að forsetinn er aðeins ber sem valdhöfunum þykir gott að skreyta með sína
mygluðu tertu.
I menningar- og tilfinningalegu fátæktarsamfélagi einsog því íslenska, þar
sem fólk fær að öllu jöfnu lítið útúr vinnu sinni annað en þreytuna og
tómleikann útúr frítímanum, þar verður þörfin fyrir tilbreytingu og ytri spennu
æ meiri. Þó kosningar til þings og bæjarstjórna hafi að miklu leyti glatað því
pólitíska mikilvægi sem þær höfðu í hugum fólks þegar því var almennt trúað
að flokkarnir berðust um völd fremur en að skipta þeim með sér, þá eru þær
samt ennþá, og trúlega í ríkari mæli en áður, kærkomin sending inní fásinnið.
Með þeim má fylgjast einsog langvarandi fótboltakeppni. Fjölmiðlabáknið sér
fyrir því að enginn þarf að missa af neinu. Hver stendur sig? Hver skorar? Hver
bakar hvern? Hver vinnur? Hver tapar? Áhorfandinn hefur meiraðsegja tækifæri
til að hrífast með, hann getur jafnvel æst sig upp í að halda með einhverjum og
finnast hann eiga samleið með miklum fjölda fólks sem hann þekkir þó ekkert,
finnast hann vera „einn af hópnum“. Og þyki honum gott að setja allt traust
sitt á aðra er um nóga að velja. Hverjar þingkosningar bjóða upp á mýgrút af
ábúðarmiklum landsfeðrum sem trúa því sjálfir að þeir séu færir um að hugsa
fyrir aðra, leiða þá og vernda. Fótboltakeppnin verður þá ekki aðeins spenpandi
upplyfting, heldur líka ventill fyrir vanmáttarkennd og undirgefni.
Forsetakosningar gefa takmarkaða möguleika á því síðarnefnda en þeim mun
meiri á hinu. Inní fábreytileika sinnar firrtu tilveru fær fjöldinn þá æsandi
keppni sem hann þráir, hann getur jafnvel ímyndað sér að hún sé mál málanna.
Um leið skorar ríkjandi hugmyndafræði mörkin. Með því að blása nýju lífi í
goðsögnina um lýðræðið: „þið ráðið“, goðsögnina um þjóðina: „öll erum við á
sama báti,“ goðsögnina um ófullkomleika fjöldans: „einhver verður að koma
4