Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 106

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 106
Tímarit Máls og menningar alveg jafn-óskynsamleg og lög og venjur. Hún gerir gys að tilfinningum, allri skipan, ákvörðun sem tekin er af ráðnum hug. Berjasafa er dreypt í augun á ástföngnum pilti. Hann vaknar, vill ekki sjá stúlkuna sem sefur við hliðina á honum; hann hleypur eftir annarri, og gleymir þeirri sem hann hefur elskað. Ogn af berjasafa í viðbót, og aftur gleymir hann öllu, jafnvel þeirri staðreynd, að hann hefur svikið stúlkuna sína. Því hann sveik hana um nóttina. Nótt og dagur lúta sínum lögum hvort. Títanía er finleg, blíð, ljóðræn. Hún vaknar um miðja nótt og sér aula með asnahaus. Þá sömu nótt vill hún öllu fyrir hann fórna. Hana hefur dreymt um elskhuga af einmitt þessu tagi; hún vildi bara aldrei við það kannast. Að morgni vill hún gleyma því svo fljótt sem verða má. Títanía að faðma skrímsl með asnahaus er í námunda við rosalegar sýnir Bosch. En um leið er þar nokkuð af skrípilegum ruddaskap súrrealistanna. I þessum draummyndum á sumarnóttu, sem allsgáður dagurinn eyðir, er nýstárlegur forsmekkur af djúpsálarfræði og könnun hins ómeðvitaða. Þessi vitfirring endist júnínóttina alla. Þá rennur dagur. Allir vakna og halda að þá hafi dreymt skelfilega furðu-drauma. Þau vilja ekki muna hvað þau dreymdi. Þau blygðast sín vegna næturinnar. Hin mikla skyggni Shakespeares á vitfirringu ástarinnar gerir hann í senn að renisansmanni og mjög nútízkum rithöfundi. Þarer lifandi kominn sá sanni nútíma-höfundur, sem Shakespeare er: beiskur en afar mannlegur. A eyju Prosperós ráða lög raunheimsins að enn meira leyti en í Ardenskógi. Ekki hefur Gonsaló fyrr lokið sögu sinni og lagzt til svefns við hlið konungs en þeir Antóníó og Sebastían standa yfir honum með nakin sverð í höndum. Og nú hefst sýning, jafn-grimmileg og veröldin sjálf, sú sama veröld og Hamlet hafði fyrir augum: .. . heimsins hnútasvipu og spott, rangindi htottans, hrokagikksins móðgun, svivirtrar ástar ekka, hindruð lög, embættis-dramb, og sérhvert smánarspark sem fálátt mannval fær af lítilmennum . . . (Ham/et, III,1) Aríel hefur framkvæmt skipun Prosperós. Fjandmenn hans hafa leikið sama leik og fyrir tólf árum. Leik, ekki verknað. Frá fyrstu til síðustu sýnu voru þeir einungis fáeinir skipbrotsmenn á eyðieyju. Þannig settir gátu þeir aðeins endurtekið haturs-tilburði. Þeir tilburðir voru vitfirringin sjálf, og þetta er kjarni þeirrar reynslu, sem Prosperó leiðir leikara sina í gegnum. Þeir hafa farið leiðina alla til þess Vítis sem brennur þeim sjálfum í sál. Þeir hafa að lokum séð 96
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.