Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 31
Samhjálp eða stríð?
jónum dala árlega. Og Kúba er aðeins eitt af h. u. b. 100 þróunarlöndum; og eitt
af þeim minnstu, bæði að landrými og íbúatölu. Það má þvi gera ráð fyrir að
þróunarlöndin muni þarfnast miljarða dala i viðbót á ári hverju til þess að sigrast
á afleiðingum vanþróunarinnar á sviði mennta- og heilbrigðismála.
Þetta er það stóra vandamál sem við okkur blasir.
Og þetta er, herrar minir, ekki aðeins vandamál okkar, sem erum fórnardýr
vanþróunar eða ónógrar þróunar. Þetta er vandamál alls mannkynsins.
Það hefur margoft verið viðurkennt að vanþróuninni hafi verið þröngvað upp
á okkur af nýlendustefnunni og síðar heimsvaldastefnunni. Það er þvi fyrst og
fremst söguleg og siðferðileg skylda þeirra sem högnuðust á þvi að ræna
auðæfum okkar og arðræna þjóðir okkar áratugum og öldum saman að hjálpa
okkur að losna við vanþróunina. En jafnframt er það skylda mannkynsins í
heild, eins og lýst var yfir á Havanaráðstefnunni.
Sósíalísku rikin tóku ekki þátt í auðlindaráninu, og þau bera ekki ábyrgð á
fyrirbærinu vanþróun. Þrátt fyrir það skilja þau að þeim ber skylda til að hjálpa
okkur, og þau gera það vegna þess að í þeirra þjóðfélagskerfi er alþjóðahyggjan
grundvallaratriði.
Þegar heimurinn væntir þess af olíuframleiðendum í hópi þróunarrikja að
þeir leggi sitt af mörkum til þess að fjármagna þróunina, er það heldur ekki gert
vegna þess að þeim beri söguleg skylda til þess, heldur vegna þess að vonast er
eftir samstöðu þessara rikja með vanþróuðu rikjunum. Stóru oliuútflutnings-
ríkin ættu að gera sér grein fyrir þeirri ábyrgð sem þau bera.
Jafnvel þau þróunarlönd sem eru tiltölulega betur á vegi stödd en önnur ættu
einnig að leggja fram sinn skerf. Eg tala hér ekki í eiginhagsmunaskyni eða í
neins konar þjóðlegum tilgangi, en Kúba er reiðubúin að leggja til, í samræmi
við sínagetu, þúsundir, tugi þúsunda sérfræðinga: lækna, kennara, búfræðinga,
vatnsaflsfræðinga, vélaverkfræðinga, hagfræðinga, tæknifræðinga, iðnaðar-
menn o. s. frv.
Sú stund er því runnin upp að við þurfum öll að taka höndum saman og lyfta
heilum þjóðum, hundruðum miljóna manna, upp úr því feni vanþróunar,
fátæktar, vannæringar', sjúkdóma og ólæsis sem hindrar þá í að njóta þeirrar
sjálfsvirðingar og þess stolts sem felst i að kalla sig manneskjur.
Það þarf því að skipuleggja þær auðlindir sem heimurinn býr yfir í þágu
þróunarinnar, og þetta er sameiginleg skylda okkar allra.
Herra forseti; til eru svo margir sjóðir af alls konar tagi sem gegna því
hlutverki að fjármagna einhverja ákveðna þætti þróunarinnar, hvort sem þar er
um að ræða þróun í landbúnaði eða iðnaði, eða að standa undir greiðsluhalla, —
21