Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 108

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 108
Tímarit Aíá/s og menningar gat breytzt, og ekkert breyttist. Þetta eru þær mótsagnir, sem Hamlet gat ekki ráðið við, svo þungt sem þær á honum mæddu: Hvílíkt snilldarverk er maðurinn! svo ágætur að vitsmunum! svo takmarka- laus að gáfum! í svip og háttum svo snjall og dásamur! í athöfn englum líkur! í hugsun goðum líkur! prýði veraldar, afbragð alls sem lifir! og þó, hvers virði er mér þessi duftsins kostakjarni? maður er ekki mitt gaman; nei, ekki kona heldur. (Hamlet, II, 2) Hamlet hafði lesið Montaigne. I ritum Montaignes er þessum sömu mótsögn- um lýst af jafnvel enn meiri ákefð: Hugleiðum aðeins mannin einan, án hjálpar annarra, búinn einungis sjálfs sín vopnum / ... / Hann ætti að beita til þess öllum mætti mælsku sinnar að gera mér ljóst, á hvaða rökum hann reisi hyggju sína um eigin yfirburði svo langt umfrám aðrar skepnur. Hver hefur sýnt honum fram á, að undursamleg hverfing himnanna, geigvæn og sífelld hreyfing þessa endalausa úthafs, sé til komin og við haldist öld af öld honum til yndis og þjónustu? Hvað getur broslegra en þessa vesölu skepnu, sem kann ekki einu sinni stjórn á sjálfri sér, sífelldur skotspónn hvers sem vera skal, og dirfist þó að kalla sig herra og drottnara þessa alheims, án þess að vita deili á nokkrum hluta hans og hafa því síður á honum nokkur tök. Og síðar scgir: Maðurinn er öllum skepnum fremur vesall og vanburða, og þó haldinn dramblátustum hroka. Hér er hann niður kominn, í saur og svaði veraldar, reyrður og negldur við það sem hraklegast er og skynlausast í því skúmaskoti heimsins, sem fjarst er hvelfingu himins, ásamt þeim skepnum sem verst eru á sig komnar, og dirfist þó að ímynda sér sjálfan sig ofar settan mánans baug, með himininn að fótskör sinni. (Essayes, II, 2) Svipuð vitund um mikilleik og eymd mannsins einkennir Prosperó; þó að hjá honum gæti enn meiri beiskju. Venjulega er hann sýndur á sviði í miklum svörtum kufli, sem er settur stjörnum. Hann hefur í hendi töfrasprotann. Þessi búningur tálmar hreyfingum leikarans, býr til úr honum e.k. jólasvein, eða sjónhverf- ingamann, gerir honum viðhöfn, og hvetur hann til að slá um sig í hlutverkinu. Prosperó verður hátíðlegur í stað þess að vera dapur og mannlegur. Prosperó er leikstjóri siðbótar-leiksins; en sá leikur hefur leitt í ljós ástæður þess að honum 98
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.