Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 109

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 109
Stafur Prosperós mistekst; þar er veraldarsagan endurtekin, án þess hann hafi tök á að breyta henni. Það er mjög brýnt, að töfra-kuflinum sé varpað af herðum Prosperós, ásamt vondri leikhús-hefð. Þegar ég hugsa um Prosperó, sé ég alltaf fyrir mér höfuð Leónardós da Vinci, eins og það er teiknað á síðustu sjálfsmynd hans. Ennið er hátt og breitt. Hárið þunnt og hvítt fellur niður eins og leifar af ljóns-makka og sameinast síðu skeggi eins og á mynd af guði skapara. Skeggið vex honum að vörum. Munn- urinn er lokaður, grettur, og munnvikin dregin niður. Það er vísdómur og beiskja í þessu andliti; enginn friður, og engin uppgjöf. Þetta er maðurinn sem skrifaði á spásíuna á stórri örk, sem var full af athugunum á stjarnhreyfingum, með sama hreina letrinu, en jafnvel smærri stöfum: „Ó, Leónardó, hvað skal öll þín önn?“ Mörgum rýnendum, sem fjallað hafa um Prosperó, hefur komið í hug mynd Leónardós; sumir sem ritað hafa um Leónardó, hafa leitt hugann að Ofvidrinu. Hafði Shakespeare heyrt getið um Leónardó? Það veit enginn. En vel gat einhver rætt um hann svo hann heyrði — kannski Ben Jonson, sem var maður hámenntaður, eða jarlinn af Southampton, ellegar Essex og -vinir hans úr aðalsstétt. — Hann gat haft veður af munnmælum um Leónardó, sem talinn var af samtímamönnum, og lengi síðan, öllum fróðari um töfra; hvíta töfra að sjálfsögðu, náttúrlega töfra, sem þá voru kallaðir kunnátta, í andsögn við svartagaldur eða djöfuldóm. Slíka töfra iðkaði Paraselsus, sem hugði loftið vera eins konar anda, sem leystist úr vökva í suðumarki. Loft, „loftanda“ kallar Shakespeare Aríel á persónuskrá. Pico della Mirandola lýsti hvítum náttúrlegum töfrum; hann leit svo á, að vísindamaður „sameinaði himin og jörð, og léti hina lægri veröld fá hlutdeild i mætti hinnar æðri veraldar.“ Það var kannski engin tilviljun að Shakespeare fékk Prosperó hertogadæmi í Mílanó, þar sem Leónardó hafði eytt mörgum árum í þjónustu Lodovicos II Moro; en þaðan fór hann 1499 eftir fall þess volduga hertoga og bjó síðan i útlegð til dauðadags. Allt er þetta hugarburður, sem fræðimaður um bók- menntasögu má gamna sér við í tómstundum. Aðeins eitt skiptir máli; að i Ofv'tðrinu skapaði Shakespeare persónu sem hægt er að líkja við Leónardó; og af harmsögu Leónardós verður harmsaga Prosperós betur skilin. Leónardó var meistari í vélfræði og vatnstækni. Hann skipulagði nýjar stórborgir og nútímalegt síkja-kerfi. Hann teiknaði og hannaði nýjar vélar til nota í umsátri, fallstykki með sprengikraft meiri en áður hafði þekkzt, kanónur með ellefu hlaupum, sem gátu skotið samtímis, vígbúin farartæki, lík skrið- 99
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.