Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 131
Umsagnir um bækur
ANDSTÆÐUR OG EINING
Lífið, flaumur þess í rás tímans, fegurð í
einfaldleik, ævi manns í hlutveröld og
hugarheimi, minnileg dæmi, óvissa,
söknuður, þó siðast en ekki síst: alsátt.
Þetta og þvilikt lék í huga mínum eftir
bráðabirgðakynni af ljóðmælum Snorra.1
Tíðast er ljóðsjálfið á sjónarhæð, horfir
yfir lækina sem löðuðu menn til fylgdar
og vegina sem völdu menn en einnig fram
til auðnarinnar og sér að þar
rís múrinn svimhár og dimmur
við grátt loft.
Samkvæmt því sem hér er gefið í skyn
er heimur bókarinnar víður, hins vegar er
höfundurinn síst af öllu að draga upp yf-
irlitsmynd afhonum. Margir þeir sem fara
„vegina“ vildu sennilega að sjónaukanum
góða væri beint að öðru og fleira, kannski
ýmsu því „sem lifað er fyrir og barist er
móti“, eins og skáldið gerði á fyrri árum.
En hér er enginn járnskógur né heldur
rangsnúinn heimur, enda finnst hvergi
herpingur af innrætingu sem stundum er
flutt í ljóði án þess að vera af kyni þess,
þótt góð sé annars og gild. Skáldið hlítir
þeim lögmálum einum sem smám saman
hafa orðið ríkjandi í listsköpun þess. Og af
því að þau reynast því a. m. k. eins hall-
1 Snorri Hjartarson: Hauslrókkriðyfir mér.
Mál og menning. Reykjavík 1979.
kvæm og fyrr er bókin að þessu leyti engin
eftirhreyta heldur framhald. Lesandi verst
þó varla þeirri tilfinningu að stundum
hafi ákveðnar hefðir í efnisvali, máli, sti!
og jafnvel formgerð tekið völdin um of, t.
a. m. eru ýmsar erkitýpur áleitnar og koma
fram i venjubundnum táknunum sem orð
eins og vor, sumar, fljót, naktar greinar,
hauströkkur og fleiri slik vilja einatt fá i
skáldskap. I framhaldi af þessu mætti
benda á orð sem einnig eru altíð en þó
sifellt að verða meiri og meiri eign Snorra,
svo sem heiði, kvrrð, dul, húm, bjarmi,
þoka að ógleymdu sérstöku safni litarorða.
En frá þessu málfari getur lesandi rakið sig
til gersema sem Snorri gætir einn og
myndu brenna fingur annarra ef þeir
reyndu að gera þær að sínum: hjúfurregn,
dagmáni, náttbál, álfaljóri, húmgrænn,
sólmisturblár. Fátt er þó talið en þvilik
málsköpun er bæði frumleiki og heild i
Ijóðagerð hans likt og Jónasar og eignar-
hald beggja mun vara lengur en höfund-
arréttur að lögum.
En enginn skyldi ætla „orðin tóm séu
lifsins forði“, enda þótt þau séu til alls
fyrst. Þegar skoðuð er innri gerð Ijóðanna
með hliðsjón af eldri kvæðum skáldsins er
formviljinn yfirleitt hinn sami: Fáein
myndstef opna djúpt baksvið; fremst er
brot af náttúru sem ákvarðar likingar-
dæmi (allegóríu) þvi að tíminn gegnir að
jafnaði miklu hlutverki. Þetta er vitaskuld
gömul og þaulræktuð skáldskaparaðferð
121