Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 118
Tímarit Máls og menningar
Kalíban hafði lært að tala. Þess ber að minnast, að eyjan rúmar alla veraldar-
söguna. Það var Míranda sem kenndi Kalíbani að tala. Hún ávítar hann þegar
hún minnir hann á það. Málið skilur manneskjur frá dýrum. Kalíban táknar
hinargóðu mannætur Montaignes, en hann er ekki „göfugur villimaður“. Þetta
er ekki Sælueyjan; hér er veraldarsagan svipt öllum tálsýnum. Málið getur orðið
bölvun og til þess eins að gera þrældóminn þungbærari. Þá á málið sér takmörk
í bölbænum. Þetta er einhver átakanlegasta sýnan i öllum leiknum:
Miranda.' .. . Afvorkunn braut ég mig í mola
að kenna þér að tala . . .
sem skildir ekki sjálfan þig, en hvaestir
sem skrímsl. Ég vakti vitund þinni máls
á vilja þínum .. .
Kalíban. Ég lærði að tala, og því á ég að þakka
að ég get bölvað. Blóðrauð pest þig tæri
fyrir þann lærdóm! (1,2)
I augum Miröndu er Kalíban maður. Þegar hún sér Ferdínand í fyrsta sinn, segir
hún: „Þetta er hinn þriðji maður sem ég sé.“ I kerfi því, sem Shakespeare setur
saman úr hliðstæðum og skyndilegum nærmyndum, er Kaliban gerður að
jafningja Prosperós og Ferdínands, og Shakespeare gerir þetta atriði mjög ljóst.
Litlu síðar tekur Prosperó sama hugmið. Hann er að tala við Míröndu um
Ferdínand:
Flónið þitt! Meðal flestra væri hann
sem Kalíban með englum. (1,2)
Kalíban er ólögulegt skrímsl, Ferdínand hinn fríðasti prins. En að mati Shake-
speares er fegurð og ófrýni ekki annað en útlit í augum annarra eftir stað og því
hlutverki sem mönnum er falið að leika.
A eynni verður gangur mála nákvæmlega sá sem Prosperó hefur til ætlazt.
Skipbrotsmönnum hefur verið drepið á dreif og hrundið út að mörkum vit-
firringar. Bróðurmorðið, sem Aríel hindrar á síðasfa andartaki, var fyrirhugað
sem viðvörun og sem reynsla. En Kalíban spillir þeim leikreglum, sem Prosperó
hafði ráðgert. Prosperó hafði ekki séð fyrir svik hans og samsæri það sem
1 I Cambridge-útgáfunni, og einnig í „Örkinni" (fyrstu heildarútgáfu Shakespeares-leikrita)
162}, eru þessar línur lagðar Míröndu í munn en ekki Prosperó, eins og í öðrum útgáfum.
M
108