Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 118

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 118
Tímarit Máls og menningar Kalíban hafði lært að tala. Þess ber að minnast, að eyjan rúmar alla veraldar- söguna. Það var Míranda sem kenndi Kalíbani að tala. Hún ávítar hann þegar hún minnir hann á það. Málið skilur manneskjur frá dýrum. Kalíban táknar hinargóðu mannætur Montaignes, en hann er ekki „göfugur villimaður“. Þetta er ekki Sælueyjan; hér er veraldarsagan svipt öllum tálsýnum. Málið getur orðið bölvun og til þess eins að gera þrældóminn þungbærari. Þá á málið sér takmörk í bölbænum. Þetta er einhver átakanlegasta sýnan i öllum leiknum: Miranda.' .. . Afvorkunn braut ég mig í mola að kenna þér að tala . . . sem skildir ekki sjálfan þig, en hvaestir sem skrímsl. Ég vakti vitund þinni máls á vilja þínum .. . Kalíban. Ég lærði að tala, og því á ég að þakka að ég get bölvað. Blóðrauð pest þig tæri fyrir þann lærdóm! (1,2) I augum Miröndu er Kalíban maður. Þegar hún sér Ferdínand í fyrsta sinn, segir hún: „Þetta er hinn þriðji maður sem ég sé.“ I kerfi því, sem Shakespeare setur saman úr hliðstæðum og skyndilegum nærmyndum, er Kaliban gerður að jafningja Prosperós og Ferdínands, og Shakespeare gerir þetta atriði mjög ljóst. Litlu síðar tekur Prosperó sama hugmið. Hann er að tala við Míröndu um Ferdínand: Flónið þitt! Meðal flestra væri hann sem Kalíban með englum. (1,2) Kalíban er ólögulegt skrímsl, Ferdínand hinn fríðasti prins. En að mati Shake- speares er fegurð og ófrýni ekki annað en útlit í augum annarra eftir stað og því hlutverki sem mönnum er falið að leika. A eynni verður gangur mála nákvæmlega sá sem Prosperó hefur til ætlazt. Skipbrotsmönnum hefur verið drepið á dreif og hrundið út að mörkum vit- firringar. Bróðurmorðið, sem Aríel hindrar á síðasfa andartaki, var fyrirhugað sem viðvörun og sem reynsla. En Kalíban spillir þeim leikreglum, sem Prosperó hafði ráðgert. Prosperó hafði ekki séð fyrir svik hans og samsæri það sem 1 I Cambridge-útgáfunni, og einnig í „Örkinni" (fyrstu heildarútgáfu Shakespeares-leikrita) 162}, eru þessar línur lagðar Míröndu í munn en ekki Prosperó, eins og í öðrum útgáfum. M 108
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.