Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 80
Tímarit Máls og menningar
svo að það yrði sérstök stofnun, þar sem tveir íslenskir stúdentar skyldu njóta
styrks á ári hverju. Arnasafn varð smám saman miðstöð íslenskra fræða i
Kaupmannahöfn og með því til ómetanlegs gagns íslenskri menningu, ekki
aðeins vegna þeirra afreka sem það skilaði í útgáfum, heldur og af því að það
varð vinnustaður fjölda íslenskra fræðimanna og eins konar kjarni íslensku
nýlendunnar í Höfn.
Arni Magnússon hóf sjálfur fræðistörf sin sem aðstoðarmaður hjá Thomas
Bartholin og varð síðar fyrstur Islendinga prófessor við Hafnarháskóla. Samstarf
hans og danskra lærdómsmanna varð upphaf langrar og nytsamrar samvinnu
íslenskra og danskra háskólamanna' við rannsóknir á þeim efnivið sem varð-
veittur var í Arnasafni og við þau rit sem þaðan komu á prent. Þó að Islendingar
væru af eðlilegum ástæðum fjölmennari í þeim hópi, skiluðu danskir starfs-
bræður þeirra oft drjúgum árangri og útveguðu margoft það fé sem þurfti til
þess að standa undir fræðilegum rannsóknum og útgáfum á því sviði sem
Islendingar máttu síst án vera.
Ekki er ofmælt að úr þeim hópi Islendinga sem áttu þess kost að vinna í
Árnasafni eða á þess vegum hafi komið flestir brautryðjendur í endurreisn
íslenskrar menningar á næstu öldinni eftir að það komst á laggirnar. Sá húm-
anismi sem í raun var undirrót söfnunar og rannsókna hinna fornu handrita
hafði því miklu varanlegri áhrif á íslenska menningu en nokkuð annað atriði
sem rekja má til Hafnarháskóla á fyrstu öldum hans, en danskir háskólamenn
áttu þar góðan hlut að með uppörvun og stuðningi allt frá upphafi. Fornbók-
menntirnar urðu hvatning til dáða, ekki aðeins íslenskum menntamönnum
heldur þjóðinni allri, beint og óbeint; þær urðu undirstaða vaxandi þjóðernis-
vitundar og sjálfstæðisbaráttu þegar stundir liðu fram.
Fyrsti visir þessarar þróunar kemur fram þegar á 17. öld. Eins og drepið var á
hér á undan birtast áhrif húmanismans á Islandi í ört vaxandi áhuga á sögu og
bókmenntum sem nær til miklu fleiri en skólagenginna manna. Menn skrifa
upp forn handrit af stórum meira kappi en áður, semja annála og önnur
sagnfræðirit, ekki aðeins á latínu heldur að verulegu marki á íslensku. Vafalaust
má telja að hvatninguna til þessa megi að verulegu leyti rekja til rita Arngríms
lærða og þeirra manna sem fetuðu í fótspor hans, en flestir þeirra höfðu stundað
nám í Kaupmannahöfn. Þessi óbeinu áhrif sem rakin verða til Hafnarháskóla
urðu með tímanum áhrifadrýgri en þau fræði sem íslenskir stúdentar námu hjá
kennurum sinum á háskólanum. Svo mætti jafnvel kveða að orði að háskólinn,
sem um þetta leyti var eitt höfuðvígi rétttrúnaðar og konungshollustu, hafi á
70