Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 83

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 83
Hafnarháskóli og íslensk menning drjúgan hlut síðustu æviárin og hann réð mcstu um allt fyrirkomulag útgáf- unnar. Einn af vinum Rasks var Finnur Magnússon, sem varð prófessor 1815 og frá upphafi einn af forustumönnum Bókmenntafélagsins. Þeir félagar áttu drjúgan þátt í því að efla áhuga á og virðingu fyrir islenskum fræðum meðal Dana, og með starfsemi þessara tveggja útgáfufélaga urðu til vinnuskilyrði fyrir álitlegan hóp Hafnaríslendinga. Ekki aðeins af þeim sökum heldur miklu fremur með útgáfustarfsemi sinni lögðu þessi félög fram ómetanlegan skerf til íslenskra menningarmála, sem hér er enginn kostur að rekja. Þess eins skal getið að undir boðsbréfið um stofnun Bókmenntafélagsins sem Rask sendi frá sér 1816 skrif- uðu auk hans og Finns Magnússonar tuttugu íslenskir stúdentar, en þeir voru meira en helmingur undirskriftarmanna; meðal hinna voru eldri háskólamenn íslenskir í meirihluta. Því er ekki ofmælt að Hafnardeild Bókmenntafélagsins hafi frá upphafi verið skipuð íslenskum háskólamönnum að langmestu leyti, og það var hún alla tíð þangað til hún var lögð niður 1911. En íslenskir Hafnarstúdentar á fyrstu áratugum 19. aldar störfuðu viðar en í Kaupmannahöfn. Ur hópi þeirra komu margir menn sem gegndu forustuhlut- verki í íslensku menningarlífi með störfum sínum heima fyrir. Meðal þeirra er sérstök ástæða til þess að nefna kennarana við Bessastaðaskóla, sem komu á nýrri kennsluskipun og höfðu ómæld áhrif á þann æskulýð sem sótti skólann með lærdómi sínum og mannkostum. Hér skulu aðeins nefndir menn eins og Hallgrímur Scheving, Sveinbjörn Egilsson og Björn Gunnlaugsson, sem allir leystu af hendi merkileg vísindaafrek auk skólastarfsins. Stúdentarnir frá Bessa- stöðum urðu brautryðjendur í endurreisn Islendinga á sviði menningar og stjórnmála langt fram eftir 19. öld. Margir þeirra stunduðu nám t Kaup- mannahöfn, og upp úr 1830 má segja að forustan á þessum málum sé meðal Islendinga i Höfn. Nú væri vitaskuld fjarstæða að halda því fram að íslenskir stúdentar hafi fengið nýjungahugmyndir sinar beint úr kennslunni á háskólanum. Margar þeirra eru auðvitað komnar úr öðrum áttum. En eitt er þó rétt að leggja áherslu á: sá vaxandi áhugi á fornbókmenntum, sögu Islendinga og hagnýtum vandamálum, sem ég hef drepið á, efldi sjálfstraust þessara ungu íslendinga og trú þeirra á framtíð þjóðarinnar. Að nokkru leyti var vissulega um að ræða þjóðlega róm- antík, en hún var líka mótuð af bjartsýnni trú fræðslustefnunnar á nytsemi verkkunnáttu og hjá sumum ekki síður af raunsærri pólitískri hugsun. Við sjáum þessa samsteypu hjá ungu mönnunum sem stofnuðu Fjölni 1834: rómantíska 73
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.