Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 83
Hafnarháskóli og íslensk menning
drjúgan hlut síðustu æviárin og hann réð mcstu um allt fyrirkomulag útgáf-
unnar.
Einn af vinum Rasks var Finnur Magnússon, sem varð prófessor 1815 og frá
upphafi einn af forustumönnum Bókmenntafélagsins. Þeir félagar áttu drjúgan
þátt í því að efla áhuga á og virðingu fyrir islenskum fræðum meðal Dana, og
með starfsemi þessara tveggja útgáfufélaga urðu til vinnuskilyrði fyrir álitlegan
hóp Hafnaríslendinga. Ekki aðeins af þeim sökum heldur miklu fremur með
útgáfustarfsemi sinni lögðu þessi félög fram ómetanlegan skerf til íslenskra
menningarmála, sem hér er enginn kostur að rekja. Þess eins skal getið að undir
boðsbréfið um stofnun Bókmenntafélagsins sem Rask sendi frá sér 1816 skrif-
uðu auk hans og Finns Magnússonar tuttugu íslenskir stúdentar, en þeir voru
meira en helmingur undirskriftarmanna; meðal hinna voru eldri háskólamenn
íslenskir í meirihluta. Því er ekki ofmælt að Hafnardeild Bókmenntafélagsins
hafi frá upphafi verið skipuð íslenskum háskólamönnum að langmestu leyti, og
það var hún alla tíð þangað til hún var lögð niður 1911.
En íslenskir Hafnarstúdentar á fyrstu áratugum 19. aldar störfuðu viðar en í
Kaupmannahöfn. Ur hópi þeirra komu margir menn sem gegndu forustuhlut-
verki í íslensku menningarlífi með störfum sínum heima fyrir. Meðal þeirra er
sérstök ástæða til þess að nefna kennarana við Bessastaðaskóla, sem komu á nýrri
kennsluskipun og höfðu ómæld áhrif á þann æskulýð sem sótti skólann með
lærdómi sínum og mannkostum. Hér skulu aðeins nefndir menn eins og
Hallgrímur Scheving, Sveinbjörn Egilsson og Björn Gunnlaugsson, sem allir
leystu af hendi merkileg vísindaafrek auk skólastarfsins. Stúdentarnir frá Bessa-
stöðum urðu brautryðjendur í endurreisn Islendinga á sviði menningar og
stjórnmála langt fram eftir 19. öld. Margir þeirra stunduðu nám t Kaup-
mannahöfn, og upp úr 1830 má segja að forustan á þessum málum sé meðal
Islendinga i Höfn.
Nú væri vitaskuld fjarstæða að halda því fram að íslenskir stúdentar hafi fengið
nýjungahugmyndir sinar beint úr kennslunni á háskólanum. Margar þeirra eru
auðvitað komnar úr öðrum áttum. En eitt er þó rétt að leggja áherslu á: sá
vaxandi áhugi á fornbókmenntum, sögu Islendinga og hagnýtum vandamálum,
sem ég hef drepið á, efldi sjálfstraust þessara ungu íslendinga og trú þeirra á
framtíð þjóðarinnar. Að nokkru leyti var vissulega um að ræða þjóðlega róm-
antík, en hún var líka mótuð af bjartsýnni trú fræðslustefnunnar á nytsemi
verkkunnáttu og hjá sumum ekki síður af raunsærri pólitískri hugsun. Við sjáum
þessa samsteypu hjá ungu mönnunum sem stofnuðu Fjölni 1834: rómantíska
73