Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 111
Stafur Prosperós
að sinni eigin reynslu. í vorri vitund er það atóm-eintal, og í því felst meira af
ugg en hrifningu. Vér túlkum það miklu síður sem táknmál og skáldskap, en
fremur á hluthverfa og bókstaflega vísu. Sex kynslóðir Shakespeares-könnuða —
frá Hazlitt til J. Dovers Wilsons — voru ekki í minnsta vafa um eilífðar-varan-
leik heimsins. Það var kannski þess vegna, að þeim þótti Ofviðrió vera arkadískur
sjónleikur. I eintali þessu heyrist ómur af opinberun. Samt er það ekki hin
skáldlega opinberun rómantíkursinna, heldur opinberun kjarna-sprengingar og
atóm-sveppa. Slíkur lestur á eintali Prosperós, og leikritinu, stendur vissulega
nær reynslu manna á nýjunartíð og þeim ofsalegu mótsögnum, sem þeir reyndu
að sætta. „Óslökkvandi þekkingar-þrá Leónardós.“ Þá fyrirsögn setti Leónardó á
kafla þann í Minningabók sinni, sem hér fer á eftir:
Svo áköf cr hvorki brim-duna sjávarins, þegar noröanrokið kastar honum í
freyðandi öldum á milli Skillu og Karíbdisar, né heldur gnýrinn frá Strombólí
eða Htnufjalli, þegar innibyrgð brennisteins-eisan brýzt út og ristir sundur
fjalldyngjuna miklu með krafti sínum, og þeytir um loftið gjallgrýti og
glóandi björgum í iðulausum eldflaumi.
Né þegar brýzt úr bruna-hellum Etnu höfuðskepnan ólma sem enginn fær
hamið og hrekur undan sér hvern þann tálma sem spornar gegn ofsa hennar
og heift . ..
Og áfjáð löngun min hratt mér áfram; svo bráður var ég að lira þá
mikilfelldu furðusmíð, sem náttúran hefur af hagleik skapað; og er ég hafði
drjúgan veg gengið undir slútandi björgum, varð fyrir mér ferlegur hellis-
munni; ég stóð um stund sem þrumu lostinn, því ekki hafði ég orðið hans var
— beygði mig í baki, greip vinstri hendi um hné, en bar þá hægri upp að
hnykluðum brúnum, laut hvað eftir annað á ýmsar hliðar, ef ég kynni að geta
greint eitthvað þar inni, þó að fráleitt væri sökum niðamyrkurs. Og sem ég
hafði staðiö þar um hrið, þá setti snögglega að mér kennd af tvennum toga —
ótta og löngun — ótta við hellinn, myrkan og ógnandi, og löngun til að sjá
hvort nokkuð furðulegt kynni að vera þar inni.1
Veröldin varð mikil Qg smá í senn; í fyrsta sinn tók jörðin að bifast undir fótum
manna:
Álfar úr fellum, lundum, lækjum, vötnum,
og þið, sem eltið Neptúns fjöru-fall
sporlausum iljum framum flæðisanda
1 Aiinningabðk Leónardós da Vinci, þýdd og út gefin af E. McCurdy, Empirc State Book Co.,
New York, 1935, bls. 135.
101