Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 111

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 111
Stafur Prosperós að sinni eigin reynslu. í vorri vitund er það atóm-eintal, og í því felst meira af ugg en hrifningu. Vér túlkum það miklu síður sem táknmál og skáldskap, en fremur á hluthverfa og bókstaflega vísu. Sex kynslóðir Shakespeares-könnuða — frá Hazlitt til J. Dovers Wilsons — voru ekki í minnsta vafa um eilífðar-varan- leik heimsins. Það var kannski þess vegna, að þeim þótti Ofviðrió vera arkadískur sjónleikur. I eintali þessu heyrist ómur af opinberun. Samt er það ekki hin skáldlega opinberun rómantíkursinna, heldur opinberun kjarna-sprengingar og atóm-sveppa. Slíkur lestur á eintali Prosperós, og leikritinu, stendur vissulega nær reynslu manna á nýjunartíð og þeim ofsalegu mótsögnum, sem þeir reyndu að sætta. „Óslökkvandi þekkingar-þrá Leónardós.“ Þá fyrirsögn setti Leónardó á kafla þann í Minningabók sinni, sem hér fer á eftir: Svo áköf cr hvorki brim-duna sjávarins, þegar noröanrokið kastar honum í freyðandi öldum á milli Skillu og Karíbdisar, né heldur gnýrinn frá Strombólí eða Htnufjalli, þegar innibyrgð brennisteins-eisan brýzt út og ristir sundur fjalldyngjuna miklu með krafti sínum, og þeytir um loftið gjallgrýti og glóandi björgum í iðulausum eldflaumi. Né þegar brýzt úr bruna-hellum Etnu höfuðskepnan ólma sem enginn fær hamið og hrekur undan sér hvern þann tálma sem spornar gegn ofsa hennar og heift . .. Og áfjáð löngun min hratt mér áfram; svo bráður var ég að lira þá mikilfelldu furðusmíð, sem náttúran hefur af hagleik skapað; og er ég hafði drjúgan veg gengið undir slútandi björgum, varð fyrir mér ferlegur hellis- munni; ég stóð um stund sem þrumu lostinn, því ekki hafði ég orðið hans var — beygði mig í baki, greip vinstri hendi um hné, en bar þá hægri upp að hnykluðum brúnum, laut hvað eftir annað á ýmsar hliðar, ef ég kynni að geta greint eitthvað þar inni, þó að fráleitt væri sökum niðamyrkurs. Og sem ég hafði staðiö þar um hrið, þá setti snögglega að mér kennd af tvennum toga — ótta og löngun — ótta við hellinn, myrkan og ógnandi, og löngun til að sjá hvort nokkuð furðulegt kynni að vera þar inni.1 Veröldin varð mikil Qg smá í senn; í fyrsta sinn tók jörðin að bifast undir fótum manna: Álfar úr fellum, lundum, lækjum, vötnum, og þið, sem eltið Neptúns fjöru-fall sporlausum iljum framum flæðisanda 1 Aiinningabðk Leónardós da Vinci, þýdd og út gefin af E. McCurdy, Empirc State Book Co., New York, 1935, bls. 135. 101
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.