Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 57
. . pað er ekki manns eðli
Arfar Majaþjóðarinnar í Gvatemala hafa nánari tengsl við áa sína en við í
Vásterbotten. Vera má að það sé þessi gleymska, sagnleysi okkar, sem
veldur því hversu auðvelt það er að færa okkur um set. Það er ekki fyrr en
nú á síðustu stundu að andspyrna rís gegn nauðungarflutningunum til
borganna fyrir sunnan — þessu fyrirbæri sem annarstaðar í löndum er
kallað forced draft urbanhation. Ungt fólk nú um stundir vill fá að lifa
áfram í Vásterbotten — lifa í tengslum við náttúruna og njóta annarra
gilda en upprætingar — stunda væntumþykju en ekki úranvinnslu.
Viljinn til lífs gæti fengið stoð í fagurbókmenntum — sænskum, nor-
rænum, alþjóðlegum þýddum bókmenntum, sígildum verkum.
En Svíþjóð er orðin svo rík að við höfum ekki lengur efni á bókum.
Tökum Astúrías aftur sem dæmi. Víst fékk þessi indíáni einu sinni
nóbelsverðlaun í Stokkhólmi — en verk hans mega heita ótilkvæmileg
sænskum almenningi.
Viljum við vita eitthvað um indíána eru okkur fyrst og fremst boðnar
lýsingar á þeirri íþrótt að uppræta indíána — svokallaða rauðskinna. Slíkar
káboj-bækur eru seldar í miljónatali, ódýrar í höfuðborginni og einnig i
strjálbýlinu sænska.
Veislugestur sem kemur upp um fjölskylduleyndarmál er „aulafugl
sem dritar í sjálfs sín hreiður!“ En Norðurlandaráð er einmitt stórfjöl-
skylda þessa vikuna! Einnig vofir sá háski yfir fagurbókmenntum í
Svíþjóð, að þið, kæru systkini handan hafs og fjalla, verðið að koma til
liðs við okkur. Bókmenntir okkar eru að kafna undir söluturnaveldinu
alþjóðlega. Forustumenn okkar í menningarmálum vilja ekki skilja hvað
í húfi er. Þeir eru svo lögvísir að lagagrein er fremst í hverju líkhári.
Prentfrelsið helga er ákallað til þess að vernda versta saurprent. Fagur-
bókmenntir eru á hinn bóginn dæmdar til dauða samkvæmt öðru lög-
máli: frjálsum leik markaðsaflanna.
Hugsið ykkur að maður standi á járnbrautarstöð og bíði lestar sem
snjókoma hefur tafið. Sjóndeildarhringur er enginn og þörf er manns eða
einhverrar skírskotunar. Pappír sést á stólpa og hugurinn glaðnar til:
einhver hefur eitthvað að segja mér. Og meðan maður þrammar í áttina
kemur faðir prentlistarinnar í hug — ágæti Gútenberg, þú varst nú meiri
dýrðarkarlinn að ætla mér orð!
47