Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 103
Stafur Prosperós
verið greint, hvernig Prosperó missti hertogadæmi sitt; sú frásögn var naum og
þurrleg, eins og úr kennslubók i sagnfræði; hún var með sniði formúlu, eins og
vélgangur. Að þessu sinni eru atburðir látnir gerast hægt, og sýndir sem á
dæmigerðri Shakespeares-nærmynd, likt og á kvikmynd væri. Hver sekúnda
skilar sér, og fydgja má hverri sálar-hræringu, sérhverju viðbragði. Konungurinn
og Gonsaló eru sofandi. Stundin er runnin upp. Ef til vill kemur hún aldrei
framar:
Sebastían. En samvizkan?
Antóníó. Já, hvar er hún? Ég gengi
á inniskónum ef hún væri líkþorn.
Sú gyðja á ekki heima í minu hjarta.
Þó samvizkurnar stæðu i tugatali
á milli hans og min, þær skyldu frjósa
og bráðna siðan mér að meinalausu. (11,1)
Antóníó og Sebastían reiða upp sverð sín. A næsta andartaki verður framið
morð. Shakespeare er blátt áfram haldinn þessu hugmiði. Það er aðeins skipt um
spegla. Og sérhver þessara spegla er aðeins önnur skilgreining á gangi mála, sem
alltaf er hinn sami. Eyja Prosperós er dýflissa, eins og Danmörk. Ráðabrugg
Antóníós og Sebastíans endurtekur atriði úr Le'konungi:
Verði’ ekki himins andar ljósum logum
sendir skjótt til að temja þvílik flögð,
þá kemur þar,
að mannkyn étur sjálft sig upp til agna
sem ókind hafsins. (Le'r konungur, IV,2)
Sverð eru sliðruð aftur, því Ariel er á verði. Hann var bæði frumkvöðull og
leiksviðsstjóri þeirrar sýningar sem Prosperó setti á svið. Morð þarf ekki að
fremja. Það er nóg að það hafi verið afhjúpað. Því það er einungis siðbótar-leikur
sem verið er að leika á eynni. Prosperó setur mannhrökin i sturlunar-raun. En
hvað merkir sú sturlun? Sebastian endurtekur þann verknað sem Antóníó
framdi fyrir tólf árum. Eyjan er leiksvið, þar sem saga veraldar er leikin og
endurleikin. Veraldarsagan sjálf er sturlun. Eins og segir í Ríkarðipriðja:
Mér birtist morð, stríð, blóðbað, tortíming,
og sem í myndvef sé ég glötun alls. (11,4)
Prosperó leiðir persónur sinar út á yztu nöf mannlegrar tilveru. Sebastían
endurtekur tilraun Antóníós til að myrða bróður sinn og komast til valda. En
93