Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 99

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 99
Stafur Prosperós Kynningunni er lokið. Þetta er fortíð íbúanna á eyðiey, þar sem skip með forna fjendur Prosperós innan borðs brotnar á klettum. Flestir ritskýrendur líta á eyjuna í Ofvidrinu sem draumland eða ævintýra-eyju. Hugum að því nokkru nánar, fyrst hún á að verða svið fyrir sjálfan leikinn. Hvar er þessi eyja niður komin, hvað táknar hún, og hvernig hefur Shakespeare lýst henni? Samkvæmt leiðarlýsingunni af sjóferð Alonsós, konungs í Napólí, sem er á heimleið frá Túnis, og sögunni af Síkóraxi norn, sem komið hafði frá Algeirs- borg, ætti eyja Prosperós að vera í Miðjarðarhafi. A þessum leiðum er Malta. Aðrir skýrendur setja eyjuna nær Sikiley og halda að hún sé Pantellería, sem er klettótt mjög. Enn aðrir líta svo á, að eyjan sé nærri strönd Norður-Afríku, og ætla að hún sé Lampedúsa. En Setebos, sem nornin Síkórax tignaði, var guð Indjána í Patagóníu; og Aríel færir Prosperó „dögg frá hinum veður-hröktu Bermúta-eyjum,“ eða Bermúda. Árið 1609 sendi jarlinn af Southampton mikinn flota með það sem þurfti af mönnum og búnaði til að stofna nýlendu í Virginíu, fyrstu nýlendu Englend- inga á strönd Norður-Amiríku. Leiðangurinn vakti vonir um gífurleg auðæfi og fjörgaði mönnum ímyndunarafl. í fyrsta sinn varð mönnum ljóst, ekki aðeins stjörnufræðingum, heldur einnig kaupmönnum, víxlurum og stjórn- málamönnum, að jörðin er hnöttótt í raun og veru. Sú jörð, sem byggð var mönnum, tvöfaldaði víðáttu sína á einni öld; en ímyndunar-svið hennar rýrnaði samtímis, rétt eins og vetrarbraut vor skrapp saman eftir fyrstu flugferðir út í geiminn. Uppgötvun annars jarðhvels var slík býsn, að ekki verður til annars jafnað en að eldflaug frá jörðu lendi á tunglinu og bakhlið þess sé ljósmynduð. Þessi plánetu-hugmynd af jörðinni mótaðist á nýjunar-tímanum. Þá var það að Leónardó ritaði svo um verk sín: Bók mín er tilraun til að sanna, aö útsærinn, ásamt öörum vötnum, geti fyrir ljós af sólu gert jörð vora ljómandi, líkt og tunglið, svo að úr miklum fjarska sé hún að sjá sem stjarna; það er þetta sem ég er að færa rök að. (C. A. 112. V) Jean Fernel, einn af merkustu mönnum hins nýja tíma, hugmenntamaður, stærðfræðingur, og hirðlæknir Frakkakonungs, komst svo að orði í riti sínu Dialogue árið 1530: „Á vorum dögum hefur það gerzt, sem fyrri tíðar menn gat ekki einu sinni dreymt um . . . Með djörfung hafa sjómenn vorir siglt yfir úthafið, og fundizt hafa ný eylönd . . . sægarpar vorra tíma hafa fært oss nýjan jarðarhnött." Fyrst nýir heimar, byggðir vitsmunaverum, hafa fundizt á jörðu, 89
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.