Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 99
Stafur Prosperós
Kynningunni er lokið. Þetta er fortíð íbúanna á eyðiey, þar sem skip með forna
fjendur Prosperós innan borðs brotnar á klettum.
Flestir ritskýrendur líta á eyjuna í Ofvidrinu sem draumland eða ævintýra-eyju.
Hugum að því nokkru nánar, fyrst hún á að verða svið fyrir sjálfan leikinn. Hvar
er þessi eyja niður komin, hvað táknar hún, og hvernig hefur Shakespeare lýst
henni?
Samkvæmt leiðarlýsingunni af sjóferð Alonsós, konungs í Napólí, sem er á
heimleið frá Túnis, og sögunni af Síkóraxi norn, sem komið hafði frá Algeirs-
borg, ætti eyja Prosperós að vera í Miðjarðarhafi. A þessum leiðum er Malta.
Aðrir skýrendur setja eyjuna nær Sikiley og halda að hún sé Pantellería, sem er
klettótt mjög. Enn aðrir líta svo á, að eyjan sé nærri strönd Norður-Afríku, og
ætla að hún sé Lampedúsa. En Setebos, sem nornin Síkórax tignaði, var guð
Indjána í Patagóníu; og Aríel færir Prosperó „dögg frá hinum veður-hröktu
Bermúta-eyjum,“ eða Bermúda.
Árið 1609 sendi jarlinn af Southampton mikinn flota með það sem þurfti af
mönnum og búnaði til að stofna nýlendu í Virginíu, fyrstu nýlendu Englend-
inga á strönd Norður-Amiríku. Leiðangurinn vakti vonir um gífurleg auðæfi
og fjörgaði mönnum ímyndunarafl. í fyrsta sinn varð mönnum ljóst, ekki
aðeins stjörnufræðingum, heldur einnig kaupmönnum, víxlurum og stjórn-
málamönnum, að jörðin er hnöttótt í raun og veru. Sú jörð, sem byggð var
mönnum, tvöfaldaði víðáttu sína á einni öld; en ímyndunar-svið hennar rýrnaði
samtímis, rétt eins og vetrarbraut vor skrapp saman eftir fyrstu flugferðir út í
geiminn. Uppgötvun annars jarðhvels var slík býsn, að ekki verður til annars
jafnað en að eldflaug frá jörðu lendi á tunglinu og bakhlið þess sé ljósmynduð.
Þessi plánetu-hugmynd af jörðinni mótaðist á nýjunar-tímanum. Þá var það að
Leónardó ritaði svo um verk sín:
Bók mín er tilraun til að sanna, aö útsærinn, ásamt öörum vötnum, geti fyrir
ljós af sólu gert jörð vora ljómandi, líkt og tunglið, svo að úr miklum fjarska sé
hún að sjá sem stjarna; það er þetta sem ég er að færa rök að. (C. A. 112. V)
Jean Fernel, einn af merkustu mönnum hins nýja tíma, hugmenntamaður,
stærðfræðingur, og hirðlæknir Frakkakonungs, komst svo að orði í riti sínu
Dialogue árið 1530: „Á vorum dögum hefur það gerzt, sem fyrri tíðar menn gat
ekki einu sinni dreymt um . . . Með djörfung hafa sjómenn vorir siglt yfir
úthafið, og fundizt hafa ný eylönd . . . sægarpar vorra tíma hafa fært oss nýjan
jarðarhnött." Fyrst nýir heimar, byggðir vitsmunaverum, hafa fundizt á jörðu,
89