Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Blaðsíða 91
Stafur Prosperós „Þegar sízt var nokkur með sjálfum sér.“ Siðskapar-leikurinn er á enda leikinn, töfrunum er af létt, og vitfirringunni um leið. í öllum leikjum Shakespeares er friður og kyrrð nokkur andartök. En næstum alltaf verður það fyrir storminn. í þetta sinn er stormurinn liðinn hjá. Að morgni eiga þjóðhöfðingjar báðir og allar leikpersónur að stíga á skip til Napólí. Sögunni víkur til upphafs síns og allir hverfa til fyrri stöðu sinnar. Rás atburðanna hefur lokazt í hring. Skyldu þeir endurtaka sig? Söguleikir Shakespeares eru sögur af ríkisvaldi. Helstríð gamla kóngsins og krýning his nýja eru forleikir þeirra og eftirleikir í senn. Ávallt skiptir um leikpersónur. I Ofviðrinu vinnur sami drottnari hertogadæmi sitt að nýju. Það er eins og ekkert hafi breytzt, eins og allt — eyðieyjan með talin — hafi aðeins verið leiksýning sem Prosperó setti á svið, leiksýning þar sem hann lék aðal- hlutverkið; svipuð sýningu þeirri sem Hamlet útbjó og stýrði í kastalanum á Helsingjaeyri. Leikslok í Ofviðrinu eru meira villandi en nokkur leikslok Shakespeares önnur. Það kann að vera þess vegna, að enginn ritskýrandi hefur veitt því athygli, að sagan snýr aftur þangað sem lagt var af stað. Kannski þótti það of augljóst. Eða það kann að hafa truflað rómantíska sældar-túlkun fyrri tíma á Ofviðrinu sem leik um fyrirgefningu og sátt við heiminn. Og þó hlýtur greining á leikgerð Ofviðrisins að vera byrjunin á sérhverri túlkun, ef ekki sjálfur lykillinn að verkinu. Sagan hefur snúið til síns upphafs og hefst að nýju. En hvaða saga? Og hvað merkir sá undarlegi siðvöndunar-leikur, sem gerist á minna en fjórum stundum, ekki miklu lengri tíma en það tekur að leika hann á sviði? Shakespeare fer að jafnaði frjálslega með tíma, þjappar mánuðum saman í eina sýnu, eða lætur sextán ár líða milli tveggja þátta, eins og í Vetramvintýri. En í Ofviðrinu liggur við að hann telji mínúturnar. Klukkan er meira en tvö, þegar elding kveikir í skipi Alonsós, og það steytir á skerjunum. Hún er sex e. h. þegar allirganga til náttverðar. Prosperó hefur fengið hertogadæmi sitt aftur, Alonsó hefur fundið son sinn, Ferdínand hefur fengið Míröndu. Klukka Shakespeares, leikklukkan sem getur hlaupið ár á mínútu, hegðar sér í þetta sinn eins og allar aðrar ldukkur. Á dögum Shakespeares hófust leiksýningar venjulega klukkan þrjú, og þeim lauk klukkan sex. Töfrabrögð Prosperós upphófust milli klukkan tvö og þrjú, og klukkan sex var þeim lokið. Þarna virðist hljóta að vera fólginn ákveðinn tilgangur. Persónur leiksins hreppa ofviðri, og þola harða raun. Áhorfendur lenda í ofviðrinu með þeim nákvæmlega samtímis. Persónurnar ganga til náttverðar; leikarar og áhorfendur munu setjast að snæðingi á sama tíma. Ofviðrinu hefur TMM 6 81
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.