Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 109
Stafur Prosperós
mistekst; þar er veraldarsagan endurtekin, án þess hann hafi tök á að breyta
henni. Það er mjög brýnt, að töfra-kuflinum sé varpað af herðum Prosperós,
ásamt vondri leikhús-hefð.
Þegar ég hugsa um Prosperó, sé ég alltaf fyrir mér höfuð Leónardós da Vinci,
eins og það er teiknað á síðustu sjálfsmynd hans. Ennið er hátt og breitt. Hárið
þunnt og hvítt fellur niður eins og leifar af ljóns-makka og sameinast síðu
skeggi eins og á mynd af guði skapara. Skeggið vex honum að vörum. Munn-
urinn er lokaður, grettur, og munnvikin dregin niður. Það er vísdómur og
beiskja í þessu andliti; enginn friður, og engin uppgjöf. Þetta er maðurinn sem
skrifaði á spásíuna á stórri örk, sem var full af athugunum á stjarnhreyfingum,
með sama hreina letrinu, en jafnvel smærri stöfum: „Ó, Leónardó, hvað skal öll
þín önn?“
Mörgum rýnendum, sem fjallað hafa um Prosperó, hefur komið í hug mynd
Leónardós; sumir sem ritað hafa um Leónardó, hafa leitt hugann að Ofvidrinu.
Hafði Shakespeare heyrt getið um Leónardó? Það veit enginn. En vel gat
einhver rætt um hann svo hann heyrði — kannski Ben Jonson, sem var maður
hámenntaður, eða jarlinn af Southampton, ellegar Essex og -vinir hans úr
aðalsstétt. — Hann gat haft veður af munnmælum um Leónardó, sem talinn var
af samtímamönnum, og lengi síðan, öllum fróðari um töfra; hvíta töfra að
sjálfsögðu, náttúrlega töfra, sem þá voru kallaðir kunnátta, í andsögn við
svartagaldur eða djöfuldóm. Slíka töfra iðkaði Paraselsus, sem hugði loftið vera
eins konar anda, sem leystist úr vökva í suðumarki. Loft, „loftanda“ kallar
Shakespeare Aríel á persónuskrá. Pico della Mirandola lýsti hvítum náttúrlegum
töfrum; hann leit svo á, að vísindamaður „sameinaði himin og jörð, og léti hina
lægri veröld fá hlutdeild i mætti hinnar æðri veraldar.“
Það var kannski engin tilviljun að Shakespeare fékk Prosperó hertogadæmi í
Mílanó, þar sem Leónardó hafði eytt mörgum árum í þjónustu Lodovicos II
Moro; en þaðan fór hann 1499 eftir fall þess volduga hertoga og bjó síðan i
útlegð til dauðadags. Allt er þetta hugarburður, sem fræðimaður um bók-
menntasögu má gamna sér við í tómstundum. Aðeins eitt skiptir máli; að i
Ofv'tðrinu skapaði Shakespeare persónu sem hægt er að líkja við Leónardó; og af
harmsögu Leónardós verður harmsaga Prosperós betur skilin.
Leónardó var meistari í vélfræði og vatnstækni. Hann skipulagði nýjar
stórborgir og nútímalegt síkja-kerfi. Hann teiknaði og hannaði nýjar vélar til
nota í umsátri, fallstykki með sprengikraft meiri en áður hafði þekkzt, kanónur
með ellefu hlaupum, sem gátu skotið samtímis, vígbúin farartæki, lík skrið-
99