Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 108
Tímarit Aíá/s og menningar
gat breytzt, og ekkert breyttist. Þetta eru þær mótsagnir, sem Hamlet gat ekki
ráðið við, svo þungt sem þær á honum mæddu:
Hvílíkt snilldarverk er maðurinn! svo ágætur að vitsmunum! svo takmarka-
laus að gáfum! í svip og háttum svo snjall og dásamur! í athöfn englum líkur!
í hugsun goðum líkur! prýði veraldar, afbragð alls sem lifir! og þó, hvers virði
er mér þessi duftsins kostakjarni? maður er ekki mitt gaman; nei, ekki kona
heldur. (Hamlet, II, 2)
Hamlet hafði lesið Montaigne. I ritum Montaignes er þessum sömu mótsögn-
um lýst af jafnvel enn meiri ákefð:
Hugleiðum aðeins mannin einan, án hjálpar annarra, búinn einungis sjálfs sín
vopnum / ... / Hann ætti að beita til þess öllum mætti mælsku sinnar að gera
mér ljóst, á hvaða rökum hann reisi hyggju sína um eigin yfirburði svo langt
umfrám aðrar skepnur. Hver hefur sýnt honum fram á, að undursamleg
hverfing himnanna, geigvæn og sífelld hreyfing þessa endalausa úthafs, sé til
komin og við haldist öld af öld honum til yndis og þjónustu? Hvað getur
broslegra en þessa vesölu skepnu, sem kann ekki einu sinni stjórn á sjálfri sér,
sífelldur skotspónn hvers sem vera skal, og dirfist þó að kalla sig herra og
drottnara þessa alheims, án þess að vita deili á nokkrum hluta hans og hafa því
síður á honum nokkur tök.
Og síðar scgir:
Maðurinn er öllum skepnum fremur vesall og vanburða, og þó haldinn
dramblátustum hroka. Hér er hann niður kominn, í saur og svaði veraldar,
reyrður og negldur við það sem hraklegast er og skynlausast í því skúmaskoti
heimsins, sem fjarst er hvelfingu himins, ásamt þeim skepnum sem verst eru á
sig komnar, og dirfist þó að ímynda sér sjálfan sig ofar settan mánans baug,
með himininn að fótskör sinni. (Essayes, II, 2)
Svipuð vitund um mikilleik og eymd mannsins einkennir Prosperó; þó að hjá
honum gæti enn meiri beiskju. Venjulega er hann sýndur á sviði í miklum svörtum
kufli, sem er settur stjörnum. Hann hefur í hendi töfrasprotann. Þessi búningur
tálmar hreyfingum leikarans, býr til úr honum e.k. jólasvein, eða sjónhverf-
ingamann, gerir honum viðhöfn, og hvetur hann til að slá um sig í hlutverkinu.
Prosperó verður hátíðlegur í stað þess að vera dapur og mannlegur. Prosperó er
leikstjóri siðbótar-leiksins; en sá leikur hefur leitt í ljós ástæður þess að honum
98