Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 15
Adrepur
fram fyrir okkar hönd,“ og goðsögnina um fullkomleika kerfisins: „í lýðræðis-
þjóðfélagi eins og okkar er óæskilegt að þjóðhöfðingi hafi of mikil völd.“ Þetta
verður gert með glæsibrag, enda munu margir telja sig kallaða til að taka þátt í
leiknum, fjöldinn valdalausi kannski ekkert síður en hinir.
Sósíalistar ýmsir hafa iöngum reynt að sannfæra sig og aðra um að borgara-
legt skipulag sé svo ómerkilegt að það sé ekki á vetur setjandi. Þetta er
misskilningur. Það skipulag er þvert á móti merkilegt, nánast undur, sem getur
látið þá valdalausu vinna að því í sjálfboðavinnu að telja sjálfum sér trú um að
þeir hafi völd, þá stéttskiptu að þeir séu „þjóð“, þá arðrændu að þeir séu
lýðfrjálsir en þarfnist höfðingja samt sem áður. Svo stórmerkilegt að það verður
að méla það sem allra fyrst.
Vésteinn Lúðvíksson
Eina sterka? Nei takk
Tvíeðli krata kemur aldrei betur í ljós en þegar hriktir í hagkerfinu. Svo lengi
sem eignastéttin telur sig hafa ráð á að verja hluta af gróðanum í umbætur
handa launafólki, þá geta kratabroddar talað sig hása um „réttmætan málstað
hinna vinnandi stétta“ og sagt sem minnst um ábyrgð sína á auðvaldsbúinu.
Þegar „staða atvinnuveganna" er aftur á móti talin bágborin og til þess ætlast að
launafólk styrki þá en ekki öfugt, þá vandast málið. Það þarf nefnilega töluvert
góða listamenn til að vera ástvinir verkalýðsins og samtímis fullir skilnings á því
að fyrirtækin þurfi að komast ósködduð útúr kreppu.
Alþýðuflokkurinn er fyrir löngu hættur að reyna að leika þetta erfiða hlut-
verk þó hann geti brugðið sér í það við hátíðleg tækifæri. Hans línur eru skýrar:
hagur atvinnurekenda og launafólks er sá sami; þegar þeir fyrrnefndu eiga erfitt
verða hinir að koma þeim til hjálpar og þar með sjálfum sér; stéttasamvinna er
sjálfsögð og eðlileg.
Alþýðubandalagið hefur ekki ennþá náð svona langt. Þrátt fyrir áratuga
stéttasamvinnu eimir enn eftir af þeirri skoðun að hún sé ekki eðlileg,
minnstakosti ekki svo eðlileg að það sé sjálfsagt að launafólk borgi brúsann
þegar kapítalisminn finnur til samdráttar. Þetta hik varð augljóst í kosningun-
5