Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 15

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 15
Adrepur fram fyrir okkar hönd,“ og goðsögnina um fullkomleika kerfisins: „í lýðræðis- þjóðfélagi eins og okkar er óæskilegt að þjóðhöfðingi hafi of mikil völd.“ Þetta verður gert með glæsibrag, enda munu margir telja sig kallaða til að taka þátt í leiknum, fjöldinn valdalausi kannski ekkert síður en hinir. Sósíalistar ýmsir hafa iöngum reynt að sannfæra sig og aðra um að borgara- legt skipulag sé svo ómerkilegt að það sé ekki á vetur setjandi. Þetta er misskilningur. Það skipulag er þvert á móti merkilegt, nánast undur, sem getur látið þá valdalausu vinna að því í sjálfboðavinnu að telja sjálfum sér trú um að þeir hafi völd, þá stéttskiptu að þeir séu „þjóð“, þá arðrændu að þeir séu lýðfrjálsir en þarfnist höfðingja samt sem áður. Svo stórmerkilegt að það verður að méla það sem allra fyrst. Vésteinn Lúðvíksson Eina sterka? Nei takk Tvíeðli krata kemur aldrei betur í ljós en þegar hriktir í hagkerfinu. Svo lengi sem eignastéttin telur sig hafa ráð á að verja hluta af gróðanum í umbætur handa launafólki, þá geta kratabroddar talað sig hása um „réttmætan málstað hinna vinnandi stétta“ og sagt sem minnst um ábyrgð sína á auðvaldsbúinu. Þegar „staða atvinnuveganna" er aftur á móti talin bágborin og til þess ætlast að launafólk styrki þá en ekki öfugt, þá vandast málið. Það þarf nefnilega töluvert góða listamenn til að vera ástvinir verkalýðsins og samtímis fullir skilnings á því að fyrirtækin þurfi að komast ósködduð útúr kreppu. Alþýðuflokkurinn er fyrir löngu hættur að reyna að leika þetta erfiða hlut- verk þó hann geti brugðið sér í það við hátíðleg tækifæri. Hans línur eru skýrar: hagur atvinnurekenda og launafólks er sá sami; þegar þeir fyrrnefndu eiga erfitt verða hinir að koma þeim til hjálpar og þar með sjálfum sér; stéttasamvinna er sjálfsögð og eðlileg. Alþýðubandalagið hefur ekki ennþá náð svona langt. Þrátt fyrir áratuga stéttasamvinnu eimir enn eftir af þeirri skoðun að hún sé ekki eðlileg, minnstakosti ekki svo eðlileg að það sé sjálfsagt að launafólk borgi brúsann þegar kapítalisminn finnur til samdráttar. Þetta hik varð augljóst í kosningun- 5
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.