Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 17
Adrepur
það viðhorf hennar, að nú dygði ekki veik stjórn, „við“ þyrftum umfram allt
eina sterka. Síðan var því látið ósvarað til hvers „við“ þyrftum hana. Þar gengur
Þröstur fram fyrir skjöldu.
Eg fagna því að sumir skuli treysta sér til að segja sitt hjarta hreint. En um
leið hry'llir mig við tilhugsuninni um að þessar draumsýnir verði að veruleika.
Hvað er sterk borgaraleg ríkisstjórn sem „sættir stríðsaðila og sameinar þá til
verka?“ Við erum ekki i heimstyrjöldinni síðari, það er ekki 1944 á almanakinu
einsog þegar Nýsköpunarstjórnin var mynduð. Það var stjórn sem „sætti stríð-
andi aðila og sameinaði þá til verka.“ Af þeim sáttum og þeirri sameiningu hefur
íslenskur kapítalismi dafnað allar götur síðan, um leið og verkalýðshreyfingin
hefur afsalað sér öllu pólitísku sjálfstæði og sér nú ekki glóru út fyrir þröng-
sýnustu kjarahyggju. Arið 1980 eru styrkleikahlutföllin borgarastéttinni ótví-
rætt í vil. Forræði hennar hefur aldrei verið öruggara. Hennar eina stórvandamál
er þetta: fólk er hundóánægt, því líður illa í „velferðinni", heimtar sína full-
nægingu á gerviþörfunum af því meiri frekju sem fullnæging raunþarfanna
verður fjarlægari; hvorki sjónvarp né vímugjafar né sólarferðir fá læknað það af
þessari ólund; hugmyndafræðin bítur ekki heldur eins vel á það og áður, það er
meiraðsegja tekið að blása á gamlar lummur einsog „þjóðarhagsmuni“. Við
þessar aðstæður er sterk stjórn sem sættir og sameinar ekki annað en víggirðing
kringum borgaralega hagsmuni, ef til vill spor i átt til fasisma. Og hvernig gæti
slík stjórn „tekið á hermálinu“ öðruvísi en að láta hann sitja sem fastast og grípa
svo til hans ef á þarf að halda? Og hvað yrði um „efnahagslegt sjálfstæði
landsins“ ef „landnám í atvinnuuppbyggingu" og „afkoma landsmanna"
krefðust þess að því yrði fórnað endanlega? Er hægt að búast við því að
borgaraleg stjórn sé jafnframt and-borgaraleg, sterk stjórn jafnframt rög við að
beita styrk sínum? Eða eigum við ef til vill að treysta því að sterka stjórnin verði
rík af þjóðlegheitum og mannúð innvið beinið?
„ÁDREPUR“ ERU VETTVANGUR FRJÁLSRA SKOÐANASKIPTA
7