Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 18
Sverrir Kristjánsson 1. maí 1974 Á þessum fyrsta maidegi skál kjörorðið vera: Við verjum landið. En það er ekki jafngildi þeirrar vesalmennsku sem gengur undir grámuggulegri dulu dusil- dómsins sem hefur letrað á leppa sína: Varið land. Því að hér eru þáttaskilin milli volæðis og auðugrar vesældar annarsvegar og gunnfána kænunnar, hinna fá- tæku og smáu, milli þeirra sem draga flaggið i hálfa stöng hvenær sem blakar á strái, og hinna sem sigla sinni litlu kænu fullum seglum þótt þrútið sé loft og þungur sjór. Fyrsti maí er ekki dagur kirkjualmanaksins, þótt hann kunni að vera skráður i annál þess stjörnufræðings sem um það sér. Hann er og annað og meira. Þessi dagur er kjörin hátíð vestrænna verkamanna í Evrópu þegar björk og lind sprettu laufi. Samþykktin um þennan verkalýðsdag vargerð í París á Bastiljudaginn 14. júií 1889 og hinn fyrsta maí var fyrsta almenna kröfugangan háð i Evrópu og Ameríku — aðalkrafan var 8 stunda vinnudagur. Þessi krafa var tákn þess að verkamenn frá sundurleitum þjóðum sameinuðust um frumstæðustu kröfu — að eiga kost á að varpa af sér reiðingi vinnuoksins, stytta þær stundir sólar- hringsins er þeir mólu gullið i kvörn hins kapítaliska arðráns. Og þetta var upphaf mikilla tíðinda. Nú eru liðin 84 ár siðan steinlagðar götur evrópskra og ameriskra borga dunuðu undir fótataki verkamanna, þeirra sem hlýddu kallinu. Nú eru þeir allir komnir undir græna torfu. En ennþá heyrum við bergmálið frá hljóðaklettum þessarar fyrstu göngu verkamanna. Þeir voru ekki tiltölulega margir. Land- fræðilega voru þessar fyrstu maígöngur tengdar litlum hlutum Evrópu og Ameríku. En nú glymur hnötturinn allur undir þessu háttbundna göngulagi vinnandi manna, ekkert land hefur skorist úr leik, engin heimsálfa hefur skartað með fjarveru sinni á þessum degi, enginn kynþáttur, vinnandi mannkynið allt, svart og hvítt, gult og brúnt stígur í dag sinn dans um hið græna tré maídagsins. Vordaginn mikla 1890 urðu valdstéttir Evrópu mjög forvirraðar svo ekki sé meira sagt. Heimskar eins og þursar héldu þær að skuggalegir menn, komm- únistar og sósíalistar, hefðu valið þennan dag til þess að velta við þjóðfélaginu, svipta þær eignum sínum og lífsmunaði, eyða blessaðri menningunni, svipta 8
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.