Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 22
Erik Dammann:
Mannleg markmið
handa hverjum?
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjódanna. Grein 25.1:
Hver maöur á kröfu til lífskjara sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan hans sjálfs og
fjölskyldu hans. Telst þar til matur, klæðnaður, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagshjálp,
svo og réttindi til öryggis gegn atvinnuleysi, veikindum, örorku, fyrirvinnumissi, elli cða öðrum
áföllum sem skorti valda og hann getur ekki við gert.
Mannre'ttindayftrlýsing Sameinuðu þjóðanna. Grein 26.1:
Hver maður á rétt til menntunar. Skal hún veitt ókeypis, að minnsta kosti barnafræðsla og
undirstöðumenntun. Börn skulu vera skólaskyld. Iðnaðar- og verknám skal öllum st;tnda til boða
og æðri menntun vera öllum jafnfrjáls, þeim er hæfileika hafa til að njóta hennar.
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu pjóðanna. Grein 28:
Hverjum manni ber réttur til þess þjóðfélags- og milliþjóðaskipulags er virði og framkvæmi að
fullu mannréttindi þau sem í yfirlýsingu þessari eru upp talin.
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu pjóðanna. Grein 30:
Ekkert atriði þessarar yfirlýsingar má túlka á þann veg að nokkru ríki, flokki manna eða
einstaklingi sé heimilt að aðhafast nokkuð það er stefni að því að gera að engu nokkur þeirra
mannréttinda sem hér hafa verið upp taiin.
Megindrœttir í heimsmynd okkar tíma
Það er svo margt sem veldur okkur áhyggjum — svo margt sem vekur okkur
tShug og kvíða. í heimsmynd okkar úir og grúir af alls konar tStengdum og
staðbundnum vandamálum. Reynum að gera okkur grein fyrir hvað þeim er
helst sameiginlegt.
Ljóst er að við nálgumst hröðum skrefum það ástand þegar framleiðslugeta
jarðarinnar er fullnýtt ef við eigum að geta brauðfætt alla jarðarbúa. Við slikar
aðstæður nær engri átt að hugsa út frá þröngum þjóðlegum sjónarhóli. Það sem
pláneta okkar getur gefið af sér verður að sækja þangað sem haf og jörð eru
gjöfulust og skipta afrakstrinum meðal fólks án tillits til þjóðernis eða landa-
mæra. Við verðum að líta á heiminn sem sameiginlegt forðabúr lífsnauðsynja og
12