Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 26
Fidel Castro
Samhjálp eða stríð?
Þættir úr ræðu í 34. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 12. október 1979.
A sjöttu þjóðhöföingjaráðstefnu Ríkja utan hernaðarbandalaga var mér falið að
kynna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna niðurstöður ráðstefnunnar og þær
ákvarðanir sem þar voru teknar.
Við erum 95 þjóðir í öllum heimshlutum og fulltrúar yfirgnæfandi meiri-
hluta mannkyns. Við höfum ákveðið í sameiningu að slá skjaldborg um sam-
starf þjóða okkar, frjálsa þróun þeirra á sviði þjóðmála og félagsmála, fullveldi
þeirra, öryggi og sjálfræði. Við stöndum saman að þeirri ákvörðun að breyta því
kerfi sem nú ríkir i samskiptum þjóða og byggt er á ranglæti, misrétti og kúgun.
Á sviði heimsstjórnmálanna komum við fram sem sjálfstæð, alþjóðleg eining.
A nýafstöðnum fundi sínum í Havana staðfestu samtök þessara ríkja megin-
reglur sínar og markmið.
Oháðu ríkin leggja áherslu á þá staðreynd að nauðsynlegt sé að útrýma því
gegndarlausa misrétti sem skilur þróuð lönd frá þróunarlöndum. Við berjumst
því fyrir upprætingu fátæktar, hungurs, sjúkdóma og ólæsis sem enn eru
hlutskipti hundraða miljóna manna. Við stefnum að nýrri heimsskipan, byggðri
á réttlæti, jöfnuði og friði, sem komi í stað þess rangláta ójafnaðarkerfis sem nú
ríkir og lýst er þannig í lokaályktun Havanaráðstefnunnar að þar sé „auðurinn
enn í höndum fárra stórvelda sem byggja efnahagslíf sitt á sóun verðmæta og
hagnast á arðráni á verkafólki, svo og á brottnámi og ráni á auðlindum þjóða í
Afríku, Asíu, Rómönsku Ameríku og fleiri heimshlutum.“
Ranglátt alþjóðlegt efnahagskerfi
Þess gerist ekki þörf að tíunda hér skaðsemi þess efnahagskerfis sem nú ríkir, hve
ranglátt það er og ósamrýmanlegt framþróun vanþróaðra ríkja. Tölurnar sem
sýna þetta eru svo þekktar að óþarft er að endurtaka þær hér. Menn eru ekki
sammála um það hvort tala vannærðra í heiminum sé aðeins 400 miljónir eða
hvort hún sé aftur orðin 450 miljónir eins og stendur í sumum alþjóðlegum
skýrslum. 400 miljónir hungraðra karla og kvenna er nægilega þungur áfellis-
dómur.
16