Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 26

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 26
Fidel Castro Samhjálp eða stríð? Þættir úr ræðu í 34. allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna 12. október 1979. A sjöttu þjóðhöföingjaráðstefnu Ríkja utan hernaðarbandalaga var mér falið að kynna á vettvangi Sameinuðu þjóðanna niðurstöður ráðstefnunnar og þær ákvarðanir sem þar voru teknar. Við erum 95 þjóðir í öllum heimshlutum og fulltrúar yfirgnæfandi meiri- hluta mannkyns. Við höfum ákveðið í sameiningu að slá skjaldborg um sam- starf þjóða okkar, frjálsa þróun þeirra á sviði þjóðmála og félagsmála, fullveldi þeirra, öryggi og sjálfræði. Við stöndum saman að þeirri ákvörðun að breyta því kerfi sem nú ríkir i samskiptum þjóða og byggt er á ranglæti, misrétti og kúgun. Á sviði heimsstjórnmálanna komum við fram sem sjálfstæð, alþjóðleg eining. A nýafstöðnum fundi sínum í Havana staðfestu samtök þessara ríkja megin- reglur sínar og markmið. Oháðu ríkin leggja áherslu á þá staðreynd að nauðsynlegt sé að útrýma því gegndarlausa misrétti sem skilur þróuð lönd frá þróunarlöndum. Við berjumst því fyrir upprætingu fátæktar, hungurs, sjúkdóma og ólæsis sem enn eru hlutskipti hundraða miljóna manna. Við stefnum að nýrri heimsskipan, byggðri á réttlæti, jöfnuði og friði, sem komi í stað þess rangláta ójafnaðarkerfis sem nú ríkir og lýst er þannig í lokaályktun Havanaráðstefnunnar að þar sé „auðurinn enn í höndum fárra stórvelda sem byggja efnahagslíf sitt á sóun verðmæta og hagnast á arðráni á verkafólki, svo og á brottnámi og ráni á auðlindum þjóða í Afríku, Asíu, Rómönsku Ameríku og fleiri heimshlutum.“ Ranglátt alþjóðlegt efnahagskerfi Þess gerist ekki þörf að tíunda hér skaðsemi þess efnahagskerfis sem nú ríkir, hve ranglátt það er og ósamrýmanlegt framþróun vanþróaðra ríkja. Tölurnar sem sýna þetta eru svo þekktar að óþarft er að endurtaka þær hér. Menn eru ekki sammála um það hvort tala vannærðra í heiminum sé aðeins 400 miljónir eða hvort hún sé aftur orðin 450 miljónir eins og stendur í sumum alþjóðlegum skýrslum. 400 miljónir hungraðra karla og kvenna er nægilega þungur áfellis- dómur. 16
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.