Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 28
Tímarit Máls og menningar
sem frekast er unnt í samráði við 77 ríkja hópinn' til þess að framkvæmdaáætlun
þessa efnahagslega samstarfs nái fram að ganga.
Á ráðstefnunni í Havana var vísað á bug tilraunum sumra þróaðra ríkja til að
notfæra sér orkuvandamálið í því skyni að sundra þróunarríkjunum.
Orkuvandann þarf að skoða í sögulegu samhengi, og þá ber í fyrsta lagi að
gæta að því að neyslumynstur sumra iðnríkja hafa leitt til sóunar á eldsneyti, og
í öðru lagi ber að vara við arðráni fjölþjóðlegu auðhringanna sem hafa til
skamms dma hagnast á ódýrum orkugjöfum og nýtt þá síðan á mjög ábyrgð-
arlausan hátt. Fjölþjóðlegu fyrirtækin arðræna bæði framleiðendur og neyt-
endur og hafa af báðum þessum aðilum óheyrilegan og óréttmætan gróða, en
reyna um leið að kenna olíuframleiðslurikjunum um það ástand sem nú ríkir.
Við umfjöllun á þeim vandamálum sem helst hafa hrjáð þróunarlöndin á
sviði efnahagsmála er brýnt að rannsaka starfsemi fjölþjóðlegra fyrirtækja. Á
ráðstefnunni var stefna þeirra og athafnir enn einu sinni harðlega fordæmd.
Þeim var gefið að sök að eyða í eiginhagsmunaskyni auðlindum þróunarland-
anna, afskræma efnahagslíf þeirra, skerða sjálfstæði þeirra og rétt fólksins til
sjálfsákvörðunar, stunda íhlutun í innanríkismál, beita mútum og öðrum
ólöglegum og óæskilegum aðferðum til að gera þróunarlöndin háð iðnríkjun-
um.
Með tilliti til þess að á vettvangi SÞ hefur litið áunnist í þá átt að setja
alþjóðlegar reglur sem setji starfsemi fjölþjóðlegu fyrirtækjanna skorður, benti
ráðstefnan enn á ný á nauðsyn þess að ljúka því verki og skapa þar með
lögfræðilegt tæki sem gæti a. m. k. þjónað því hlutverki að koma á eftirliti með
starfsemi þessara fyrirtækja í samræmi við markmið og fyrirætlanir þróunar-
ríkjanna.
í umfjöllun sinni um þau geigvænlegu efnahagsvandamál sem þróunar-
iöndin eiga við að stríða lagði ráðstefnan sérstaka áherslu á vandamál þeirra ríkja
sem skemmst eru komin á þróunarbrautinni, afskiptra, einangraðra, landluktra
ríkja. Var þess krafist að þegar í stað yrðu gerðar sérstakar ráðstafanir til að létta
undir með þeim ríkjum.
í stuttu máli sagt: ójöfnuður í viðskiptum á sök á fátækt þjóða okkar, og á hann
skal endir bundinn!
1 Svo nefnist ríkjahópur sem hefur einkum beitt sér á Hafréttarráðstefnunni og batist fyrir því að
hafsbotninn verði lýstur alþjóðaeign og tekjunum skipt milli þróunarríkja. Nafnið helst þótt
ríkjunum hafi fjölgað nokkuð.
18