Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 29

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Page 29
Samhjálp eða stríð? Verðbólgan, sem verið er að flytja út til okkar, á sök á fátækt þjóða okkar, og hana ber að stöðva. Tollverndarstefnan á sök á fátækt þjóða okkar og hana ber að afnema. Misréttið sem ríkir í sambandi við nýtingu sjávarauðlinda er fráleitt, og það ber að afnema. Fjármagnið sem þróunarlöndin fá í sinn hlut er ófullnægjandi, og það ber að auka! Vígbúnaðarkostnaðurinn nær ekki neinni átt. Hann ber að leggja niður, og þeir fjármunir sem þannig losna ættu að renna til þróunar. Það alþjóðlega gjaldeyriskerfi sem ríkir í dag er gjaldþrota og annað þarf að koma í þess stað! Skuldir þeirra landa sem skemmst eru komin á þróunarbrautinni og þeirra sem búa við versta aðstöðu eru óbærilegar og óleysanlegar. Þær ber því að afskrifa! Hin djúpa efnahagslega gjá sem skilur að þróunarlöndin og þróuðu löndin dýpkar fremur en grynnist, og hún þarf að hverfa! Þetta eru kröfur vanþróuðu ríkjanna. Sú tillaga hefur komið fram að í stað sífelldrar baráttu og tortryggni verði tekin upp samvinna milli ríkra þjóða og snauðra, gagnkvæm efnahagsábyrgð sem gerði okkur kleift að sameina kraftana til efnahagslegra hagsbóta fyrir alla. En hugmyndina um gagnkvæma efnahagsábyrgð getum við því aðeins samþykkt að viðurkennt sé ranglæti þess skipulags sem nú ríkir. Þróunarlöndin munu ekki sætta sig við þá ranglátu, alþjóðlegu verkaskiptingu sem nútíma nýlendu- stefna hefur neytt upp á þau allt frá tímum ensku iðnbyltingarinnar og sem heimsvaldastefnan festi síðar í sessi. Eins og nú er virðast átök og barátta eina raunhæfa leiðin sem þróunarlönd- unum stendur til boða, en sú leið getur kostað ómældar fórnir. Ef við viljum komast hjá slíku verðum við öll að leita og finna samstarfsform sem geta leyst þau miklu vandamál sem vissulega þjaka þjóðir okkar, en sem ekki er unnt að leysa nema lausnin verði að einhverju leyti á kostnað þróuðustu rikjanna. Fyrir nokkrum árum sagði ég að óskynsamleg nýting auðlinda af hálfu þróaðra auðvaldsríkja og sú efnahagslega sóun sem af henni hlytist væri orðin óþolandi. Hvað annað en þetta er orsök þeirrar geigvænlegu orkukreppu sem við stöndum nú frammi fyrir? Og hverjir bera þar skarðastan hlut frá borði aðrir en vanþróuðu ríkin sem ekki framleiða oliu? Nú er almennt viðurkennt að bráða nauðsyn beri til að stöðva þessa auðlindasóun neysluþjóðfélaganna. 19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.