Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Side 30
Tímarit Máls og menningar
I nýlegri skýrslu frá Iðnþróunarstofnun Sameinuðu þjóðanna segir: „Þeir
lífshættir sem tíðkast nú, sérstaklega í iðnvæddum ríkjum, verða e. t. v. að taka
róttækum og sársaukafullum breytingum.“
Þörf þróunarlanda fyrir aðstoð
Við höfum þegar sagt að ein alvarlegasta afleiðingin af sívaxandi skuldabyrði
þróunarlandanna sé sú að þau neyðast til að nota mestan hluta þess fjár sem þau
fá erlendis frá til að borga hallann af viðskipta- og greiðslujöfnuði sínum,
endurnýja lán og greiða vexti.
Sem dæmi má nefna að á undanförnum 6 árum hafa þau þróunarlönd, sem
ekki framleiða olíu og sem ég fjallaði sérstaklega um á Havanaráðstefnunni,
komið sér upp greiðslujöfnuði sem er óhagstæður um 200 miljarða dala.
Þróunarlöndin þarfnast því sannarlega gífurlegra fjárfestinga. Fyrst og fremst
— og næstum án undantekninga — á þeim sviðum framleiðslunnar sem skila
litlum hagnaði og freista því ekki útlendra einkaaðila, sem hafa með lánastarf-
semi og fjárfestingar að gera.
Til þess að auka matvælaframleiðsluna og losna þannig við vannæringu,
sem eins og áður sagði hrjáir 450 miljónir manna, þurfum við að brjóta ný lönd
og skapa ný áveitukerfi. Samkvæmt útreikningum sérfræðinga þarf að rækta
upp 76 miljón hektara lands í þróunarríkjunum og veita vatni á 10 miljón
hektara í viðbót við það sem fyrir er á næstu tíu árum.
Aveitukerfi á 45 miljónum hektara lands þarf að lagfæra. Jafnvel varfærnustu
útreikningar sýna að 8—9 milljarðar dala þurfa að vera fyrir hendi árlega sem
alþjóðleg fjárhagsaðstoð, — og þá á ég við aðstoð en ekki heildarfjárfestinguna
— til þess að ná vaxtarhraðanum 3.5—4% í landbúnaði þróunarlandanna.
Hvað snertir iðnvæðinguna er um miklu hærri tölur að ræða. Þegar gerð var
grein fyrir markmiðum Iðnþróunarstofnunar SÞ á áðurnefndri ráðstefnu í Lima
var ákveðið að þungamiðja alþjóðlegrar þróunarstefnu hlyti að vera fjárfesting-
in, sem ætti að vera komin upp í 400—500 miljarða dala á ári fyrir næstu
aldamót. Þriðji hluti þess fjár, þ. e. 150—160 miljarðar dala — þarf að koma
erlendis frá.
En þróun, herra forseti og þingfulltrúar, er ekki aðeins landbúnaður og
iðnvæðing. Þróun er fyrst og fremst umhyggja fyrir manninum, sem verður að
vera miðpunktur og markmið allrar þróunarviðleitni. Ég get nefnt dæmi frá
Kúbu: á undanförnum 5 árum hefur ríki okkar varið að meðaltali 200 miljónum
dala árlega til skólabygginga. Til kaupa á lækningatækjum og byggingar
sjúkrahúsa, heilsugæslustöðva o. s. frv. er varið að meðaltali rúmum 40 mil-
20