Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 34

Tímarit Máls og menningar - 01.05.1980, Síða 34
Tímarit Máls og menningar ViÖ getum fullvissað ykkur um að því meiri sem iðnvæðingin og framfarirnar verða í heiminum, þeim mun fjörugri verða viðskiptin, og það er öllum í hag. Þetta er ástæðan fyrir því að við setjum fram kröfur fyrir hönd allra þróun- arríkja og tölum máli þjóða okkar. Við biðjum ekki um gjafir. Ef við finnum engar raunhæfar lausnir verðum við öll fórnardýr hörmungarinnar. Réttindi mannkyns Herra forseti, háttvirtu þingfulltrúar: Það er mikið talað um mannréttindi, en við verðum líka að tala um réttindi mannkynsins. Hvers vegna skyldu sumir ganga berfættir til þess að aðrir geti ekið um á dýrum bílum? Hvers vegna skyldu sumir lifa í 35 ár til þess að aðrir geti lifað í 70 ár? Hvers vegna skyldu sumir vera bláfátækir til þess að aðrir geti verið óhóflega ríkir? Ég tala fyrir hönd þeirra barna í heiminum sem eiga ekki einu sinni brauð- bita. Eg tala fyrir hönd þeirra sjúku sem fá engin lyf. Ég tala fyrir hönd þeirra sem hafa verið sviptir réttinum til að lifa, sviptir mannlegri reisn. Sum lönd hafa aðgang að sjó, önnur ekki; sum lönd búa yfir orkugjöfum, önnur ekki. Sum lönd eiga nóg af ræktarlandi þar sem hægt er að framleiða matvæli, önnur ekki. Sum lönd eru svo yfirfull af vélum og verksmiðjum að það er ekki einu sinni hægt að anda að sér eitruðu andrúmslofti þeirra; í öðrum löndum eiga þegnarnir ekkert nema skinhoraða handleggi til að vinna fyrir brauði sínu. I stuttu máli sagt: sum lönd eiga ríkuleg auðæfi á sama tíma og önnur lönd eiga ekkert. Hver verða örlög þeirra síðarnefndu? Að deyja úr hungri? Að vera eilíflega snauð? Til hvers er þá siðmenningin? Til hvers er þá samviska manns- ins? Til hvers eru þá Sameinuðu þjóðirnar? Til hvers er þá heimurinn? Það er ekki hægt að tala um frið í nafni þeirra tugmiljóna manna sem deyja árlega úr hungri eða úr læknanlegum sjúkdómum. Það er ekki hægt að tala um frið í nafni 900 miljóna ólæsra manna. Arðráni riku þjóðanna á þeim fátæku verður að linna. Ég veit að í mörgum fátækum löndum eru líka bæði arðræningjar og arðrændir. Ég skora á ríku þjóðirnar að leggja fram sinn skerf. Ég skora á fátæku þjóðirnar að tryggja dreifingu þess framlags. Nú er nóg komið af orðum! Við þörfnumst athafna. Nóg er komið af 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.